Heimamenn í AGF gerðu svo gott sem út um leikinn á fyrsta hálftímanum með þremur mörkum.
Felix Beijmo gerði það fyrsta, Mads Madsen tvöfaldaði forystuna og Gift Links bætti því þriðja við. German Onugkha minnkaði muninn fyrir gestina og staðan 3-1 í hálfleik.
Segja má að Mikael hafi gert út um leikinn með fjórða marki AGF á 59. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Patrick Mortensen fimmta og síðasta mark heimamanna, lokatölur 5-1.
AGF er í 4. sæti að loknum fimm umferðum með 10 stig, tveimur minna en topplið Silkeborgar.