Þakkaði Drake fyrir að veðja á mótherja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:30 Suður-Afríkumaðurinn Dricus Du Plessis fagnar sigri á UFC 305 í Perth í Ástralíu. Getty/Paul Kane Dricus Du Plessis hélt sigurgöngu sinni áfram í blönduðum bardagaíþróttum um helgina þegar hann fagnaði sigri á móti Israel Adesanya á UFC 305 bardagakvöldinu. Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024 MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024
MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira