Frægir kynnar á ráðstefnu Demókrata Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 23:25 Mindy Kaling, Kerry Washington, Tony Goldwyn verða öll kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins. Vísir/EPA Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund. Á vef bandaríska miðilsins CNN segir að hlutverk þeirra sé að miklu leyti eins og kynnis á verðlaunaafhendingu. Þau muni eiga nokkra innkomur þann dag sem þau eru kynnar og leiða áhorfendur í gegnum dagskrána þann daginn. Í frétt CNN segir að öll eigi þau það sameiginlegt að hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við flokkinn og að hafa opinberlega stutt frambjóðendur flokksins. Goldwyn verður annað kvöld, Navarro á þriðjudagskvöldið, Kaling á miðvikudaginn og Washington á fimmtudaginn. Á fimmtudaginn tekur Kamala Harris formlega við tilnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum í nóvember. Washington og Goldwyn léku saman í þáttunum Scandal. Kaling hefur áður stutt Harris opinberlega en Navarro er Repúblikani en hefur stutt Demókrataflokkinn frá því að Trump tók við forystu í Repúblikanaflokknum. Fimmtíu þúsund gestir Búist er við allt að fimmtíu þúsund gestum á ráðstefnuna sem hefst á morgun. Fjölmargir þekktir Demókratar munu taka til máls á ráðstefnunni. Obama og Clinton hjónin munu bæði halda ræðu en núverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, opnar ráðstefnuna á morgun. Kamala Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz eru á leið á ráðstefnuna saman í rútu. Í dag voru þau, ásamt mökum, í Pennsylvaníu þar sem þau héldu ræður og ræddu við almenning. Í umfjöllun AP um málið segir að ríkið sé Demókrötum afar mikilvægt og því hafi Harris sem dæmi heimsótt það átta sinnum á þessu ári, tvisvar í þessum mánuði. Trump fór með sigur í ríkinu árið 2016 en Biden vann þar árið 2020. Bandaríkin Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Á vef bandaríska miðilsins CNN segir að hlutverk þeirra sé að miklu leyti eins og kynnis á verðlaunaafhendingu. Þau muni eiga nokkra innkomur þann dag sem þau eru kynnar og leiða áhorfendur í gegnum dagskrána þann daginn. Í frétt CNN segir að öll eigi þau það sameiginlegt að hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við flokkinn og að hafa opinberlega stutt frambjóðendur flokksins. Goldwyn verður annað kvöld, Navarro á þriðjudagskvöldið, Kaling á miðvikudaginn og Washington á fimmtudaginn. Á fimmtudaginn tekur Kamala Harris formlega við tilnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum í nóvember. Washington og Goldwyn léku saman í þáttunum Scandal. Kaling hefur áður stutt Harris opinberlega en Navarro er Repúblikani en hefur stutt Demókrataflokkinn frá því að Trump tók við forystu í Repúblikanaflokknum. Fimmtíu þúsund gestir Búist er við allt að fimmtíu þúsund gestum á ráðstefnuna sem hefst á morgun. Fjölmargir þekktir Demókratar munu taka til máls á ráðstefnunni. Obama og Clinton hjónin munu bæði halda ræðu en núverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, opnar ráðstefnuna á morgun. Kamala Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz eru á leið á ráðstefnuna saman í rútu. Í dag voru þau, ásamt mökum, í Pennsylvaníu þar sem þau héldu ræður og ræddu við almenning. Í umfjöllun AP um málið segir að ríkið sé Demókrötum afar mikilvægt og því hafi Harris sem dæmi heimsótt það átta sinnum á þessu ári, tvisvar í þessum mánuði. Trump fór með sigur í ríkinu árið 2016 en Biden vann þar árið 2020.
Bandaríkin Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira