Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 16:44 Orri Steinn hefur byrjað tímabilið af krafti en FCK missteig sig hins vegar í dag. Gaston Szerman/FCK Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira