Aðsóknarmet mölbrotið í fyrsta leik kvennaliðs FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 10:15 Sögulegur leikur og sögulegur sigur. FCK FC Kaupmannahöfn hefur loks starfrækt kvennalið og spilaði það sinn fyrsta deildarleik á laugardaginn var. Um var að ræða leik í C-deild dönsku knattspyrnunnar en mætingin var vonum framar og sló öll met þar í landi. FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024 Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
FCK er mikið Íslendingalið karla megin þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Sem stendur eru engir Íslendingar í kvennaliði félagsins en hver veit nema það breytist á komandi misserum. Félagið hefur loks starfrækt kvennalið og tekur það þátt í deildar- og bikarkeppni í ár. Þar sem félagið er nýtt af nálinni þá byrjar það í C-deild og því eitthvað í að það geti farið að berjast um meistaratitilinn eða sæti í Meistaradeild Evrópu. Það breytir því ekki að leikur liðsins um helgina var gríðarlega vel sóttur, í raun svo vel sóttur að aðsóknarmet á kvennaleik í Danmörku var sett. Historisk! 💙😭 På tide! Fantastisk ramme i @FCKobenhavn har skabt for vores elskede by! #fcklive #dkmedier #dkpol pic.twitter.com/cafHXAhBRj— Jon Nedza (@jonnedza) August 17, 2024 Hátt í 6000 manns mættu á leik FCK og B73 Slagelse sem gerði hann að best sótta leik í sögu danskrar kvennaknattspyrnu að landsliðinu undanskildu. Hæsta aðsókn á deildarleik í Danmörku fyrir leik laugardagsins var 2204 áhorfendur svo það má með sanni segja að FCK, og B73 Slagelse, hafi mölbrotið metið. Hvað leikinn varðar þá vann FCK öruggan 3-0 sigur. Kia Brøndum Syndergaard skoraði fyrsta deildarmark kvennaliðs FCK með góðum skalla um miðbik fyrri hálfleik og fagnaði af mikilli innlifun (sjá mynd efst í fréttinni). Það var svo Svava Mørk sem tvöfaldaði forystuna skömmu áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 2-0 í hálfleik. Endnu en historisk milepæl🦁⚪️🔵Syndergaard blev kvinden bag vores første mål nogensinde på Vanløse Stadion🏟️📜#fcklive pic.twitter.com/zSMqUnRMTN— F.C. København (@FCKobenhavn) August 17, 2024 Í síðari hálfleik bætti hin 17 ára gamla Julia Børkop við þriðja marki FCK og þar við sat, lokatölur 3-0 og FCK byrjar tímabilið af krafti en fyrir hafði það unnið 7-1 útisigur á Svoerslev í bikarnum. S#it en start… Tusind, tusind tak for opbakningen ⚪️🔵 #fcklive pic.twitter.com/Gmlb9fooDH— Mikkel Grove (@MGLindsted) August 17, 2024
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira