Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 21:56 Konan borgaði ekki heitavatnsreikningana frá Selfossveitum. Getty/Vísir/Vilhelm Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér. Árborg Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér.
Árborg Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira