„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 11:44 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. „Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta gos og Benedikt segir umfram þrýsting nú byggjast upp og endurspeglast í aukinni skjáfltavirkni. Búist er við gosi á hverri stundu og samkvæmt hættumati Veðurstofunnar eru taldar líkur á hraunflæði, sprunguhreyfingum og jafnvel gosopnun innan Grindavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ítrekaði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri að fólk væri á eigin ábyrgð í bænum og biðlaði til fólks um að gista þar ekki. Í gærnótt var gist í um tuttugu húsum og þar af um fjórum innan afmarkaðs svæðis í norðurhluta bæjarins, þar sem hættan er talin óásættanleg. Benedikt tekur undir með lögreglustjóra. „Það er ansi vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem við getum átt von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nálægt bænum. Það er ekkert sem segir að svoleiðis sprunga geti ekki farið inn fyrir bæjarmörkin og inn fyrir byggðina,“ segir Benedikt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta gos og Benedikt segir umfram þrýsting nú byggjast upp og endurspeglast í aukinni skjáfltavirkni. Búist er við gosi á hverri stundu og samkvæmt hættumati Veðurstofunnar eru taldar líkur á hraunflæði, sprunguhreyfingum og jafnvel gosopnun innan Grindavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ítrekaði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri að fólk væri á eigin ábyrgð í bænum og biðlaði til fólks um að gista þar ekki. Í gærnótt var gist í um tuttugu húsum og þar af um fjórum innan afmarkaðs svæðis í norðurhluta bæjarins, þar sem hættan er talin óásættanleg. Benedikt tekur undir með lögreglustjóra. „Það er ansi vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem við getum átt von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nálægt bænum. Það er ekkert sem segir að svoleiðis sprunga geti ekki farið inn fyrir bæjarmörkin og inn fyrir byggðina,“ segir Benedikt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira