„Drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 13:30 Halldór Árnason vonast eftir drengilegum leik gegn Val í kvöld. Vísir/Pawel „Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti