Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 08:33 Hafsteinn ætlaði að búa í Grindavík til æviloka og flutti þangað í júlí í fyrra. Skjáskot/Bylgjan Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. „Svo byrjaði þessi skjálftavirkni í aðdraganda 10. nóvember, sem náði hámarki þá, og við flúðum bæinn eins og allir,“ segir Hafsteinn sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir fjölskylduna hafa verið á hrakhólum síðan þá. Þau hafi dvalið í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði en hafi svo endað í Þorlákshöfn. „Þetta er búið að vera stór rússíbani og ég óska engum að ganga í gegnum það sama.“ Hann segir að vegna þess að þau hafi ekki verið búin að greiða lokagreiðslu á eign sinni hafi ekki verið gefið út afsal. En þau neiti að greiða hana vegna þess að húsið sé algerlega verðlaust í dag. „Við vorum þarna í tíu vikur.“ Hafsteinn segir að eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn hafi hann komist að því að þau séu algerlega réttindalaus. Seljendur segi að þeim beri að greiða þessa lokagreiðslu. Hann segir að þau geti greitt síðustu greiðsluna til seljenda og svo selt til Þórkötlu en að það yrði með margra milljóna króna tapi. Það sé tekið mið af brunabótamati og að þau myndu tapa á þessum viðskiptum. Enginn lögfræðingur vilji taka málið Hann segir engin fordæmi fyrir svona í íslenskri réttarsögu en að enginn lögfræðingur hafi viljað taka málið að sér. Það sé ekki bara þetta sem þurfi að athuga heldur sé húsið líka byggt í sigdal og segir Hafsteinn að það hafi, sem dæmi, ekki komið fram við sölu. Hvorki frá fasteignasala eða í gögnum frá bæjaryfirvöldum. Hafsteinn segir þau hjónin fá leigustyrk en að þau þurfi að greiða af húsinu á meðan þannig staðan sé erfið. „Húsið stendur við götuna. Þetta er raðhús. Hinum megin við götuna eru öll hús ónýt og þetta er stórhættulegt svæði. Sonur minn sagði við mig: Ef þú ferð þarna aftur færðu aldrei barnabörnin til þín.“ Hann segir skrítið að vera í þeirri stöðu að á einum sólarhring er allt í blóma en svo er alger óvissa. Þeirra staða sé ekki einsdæmi. Það séu fleiri í þessari stöðu og einhverjir jafnvel orðnir gjaldþrota. „Það gleymist þessi hópur sem þorir kannski ekki að tala. Segir ekki neitt í fjölmiðlum og líður illa.“ Fleiri í sömu stöðu Hann segir að kostnaðurinn við flutningana hafi hlaupið á tugum þúsunda eða jafnvel milljónum. Þau hafi þurft að kaupa sér ný föt og tæki. Hafsteinn segir húsið sjálft ekki ónýtt. Þau hafi ekki getað tæmt húsið því þau séu ekki með pláss fyrir allt dótið sitt. „Við erum algerlega réttindalaus. Við getum ekkert gert og erum algerlega föst,“ segir Hafsteinn og að það séu fleiri í sömu stöðu og jafnvel verri stöðu. Sumir hafi misst vinnuna og heilsuna, sem þau hafi ekki gert. „Þessi óvissa er skelfileg. Það er erfitt fyrir okkur að plana nokkuð núna.“ Hafsteinn segir það vonda tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi og hann óski engum að vera í stöðunni sem þau eru í. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Svo byrjaði þessi skjálftavirkni í aðdraganda 10. nóvember, sem náði hámarki þá, og við flúðum bæinn eins og allir,“ segir Hafsteinn sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir fjölskylduna hafa verið á hrakhólum síðan þá. Þau hafi dvalið í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði en hafi svo endað í Þorlákshöfn. „Þetta er búið að vera stór rússíbani og ég óska engum að ganga í gegnum það sama.“ Hann segir að vegna þess að þau hafi ekki verið búin að greiða lokagreiðslu á eign sinni hafi ekki verið gefið út afsal. En þau neiti að greiða hana vegna þess að húsið sé algerlega verðlaust í dag. „Við vorum þarna í tíu vikur.“ Hafsteinn segir að eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn hafi hann komist að því að þau séu algerlega réttindalaus. Seljendur segi að þeim beri að greiða þessa lokagreiðslu. Hann segir að þau geti greitt síðustu greiðsluna til seljenda og svo selt til Þórkötlu en að það yrði með margra milljóna króna tapi. Það sé tekið mið af brunabótamati og að þau myndu tapa á þessum viðskiptum. Enginn lögfræðingur vilji taka málið Hann segir engin fordæmi fyrir svona í íslenskri réttarsögu en að enginn lögfræðingur hafi viljað taka málið að sér. Það sé ekki bara þetta sem þurfi að athuga heldur sé húsið líka byggt í sigdal og segir Hafsteinn að það hafi, sem dæmi, ekki komið fram við sölu. Hvorki frá fasteignasala eða í gögnum frá bæjaryfirvöldum. Hafsteinn segir þau hjónin fá leigustyrk en að þau þurfi að greiða af húsinu á meðan þannig staðan sé erfið. „Húsið stendur við götuna. Þetta er raðhús. Hinum megin við götuna eru öll hús ónýt og þetta er stórhættulegt svæði. Sonur minn sagði við mig: Ef þú ferð þarna aftur færðu aldrei barnabörnin til þín.“ Hann segir skrítið að vera í þeirri stöðu að á einum sólarhring er allt í blóma en svo er alger óvissa. Þeirra staða sé ekki einsdæmi. Það séu fleiri í þessari stöðu og einhverjir jafnvel orðnir gjaldþrota. „Það gleymist þessi hópur sem þorir kannski ekki að tala. Segir ekki neitt í fjölmiðlum og líður illa.“ Fleiri í sömu stöðu Hann segir að kostnaðurinn við flutningana hafi hlaupið á tugum þúsunda eða jafnvel milljónum. Þau hafi þurft að kaupa sér ný föt og tæki. Hafsteinn segir húsið sjálft ekki ónýtt. Þau hafi ekki getað tæmt húsið því þau séu ekki með pláss fyrir allt dótið sitt. „Við erum algerlega réttindalaus. Við getum ekkert gert og erum algerlega föst,“ segir Hafsteinn og að það séu fleiri í sömu stöðu og jafnvel verri stöðu. Sumir hafi misst vinnuna og heilsuna, sem þau hafi ekki gert. „Þessi óvissa er skelfileg. Það er erfitt fyrir okkur að plana nokkuð núna.“ Hafsteinn segir það vonda tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin lífi og hann óski engum að vera í stöðunni sem þau eru í.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23 Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27
Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. 14. ágúst 2024 19:23
Óásættanleg hætta í hluta Grindavíkur, fuglahótel og Ungfrú Ísland Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Við sjáum sláandi myndir frá Gaza og förum yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2024 18:11