Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2024 22:27 Skjáskot úr vefmyndavel RÚV. „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. „Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
„Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira