Samstaða kennara skiptir máli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 18:01 Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun