„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Telma Tómasson og Eiður Þór Árnason skrifa 14. ágúst 2024 07:30 Þorbjörg María mætti í sett í gær og svaraði spurningum um afstöðu Landverndar til nýtingar vindorkunnar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið. Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið.
Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27