Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 06:31 Imane Khelif með gullverðlaun sín og svo þau J.K. Rowling og Elon Musk Getty Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024 Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31
Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00
Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01