Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:30 Scottie Scheffler með Ólympíugullið sitt. Hann hefur unnið meira en allir á þessu tímabili. Getty/Brendan Moran Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024 Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira