Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:30 Scottie Scheffler með Ólympíugullið sitt. Hann hefur unnið meira en allir á þessu tímabili. Getty/Brendan Moran Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024 Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024
Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira