„Bubka er djöfullinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:01 Sergey Bubka vann á sínum tíma tíu heimsmeistaratitla í stangarstökki, sex fyrir Sovétríkin og fjóra fyrir Úkraínu. Getty/Fernando de Dios Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira