Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 22:31 Mun klæðast treyju Man United á næstu leiktíð. Stóra spurningin er hvort hann fái séns með aðalliði félagsins. Arsenal/Getty Images Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira