Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Lovísa Arnardóttir skrifar 12. ágúst 2024 13:28 61 lést á föstudag þegar flugvélin hrapaði skyndilega í miðja íbúðabyggð í Sao Paulo. 57 farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Vísir/EPA Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Marel er með starfsstöðvar í um 30 löndum í sex heimsálfum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hjá fyrirtækinu starfi um 7.500 manns. Auk starfsmanns Marel létust krabbameinslæknir, þriggja ára stúlka og fjölskylda frá Venesúela og hundurinn þeirra. Flugvélin var á leið frá Cascavel til flugvallarins í Sau Paulo þegar hún hrapaði skyndilega. Fimmtíu og sjö farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Á myndbandi má sjá þegar vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Allir sem voru um borð í flugvélinni létu lífið. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúðabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Rannsakendur hafa endurheimt svarta kassa flugvélarinnar þar sem má finna upptökur frá flugmönnum og annað efni. Í frétt AP um málið sem birt var um helgina kom fram að fyrstu niðurstöður rannsakenda yrðu birtar innan 30 daga frá slysinu. Vélin brotlenti um klukkan 13.30 að staðartíma og hafði um níu mínútum áður misst samband við stjórnstöð og sást ekki á ratsjá um átta mínútum áður en hún hrapaði. Franskir rannsakendur komu til Brasilíu um helgina til að rannsaka tildrög slyssins. Fjölskyldur hinna látnu komu saman í Sao Paulo í gær en enn er unnið að því að bera kennsl á alla sem létust í slysinu. Nánar á vef AP. Starfsmaður Marel í vél Singapore Airlines Ekki er langt síðan greint var frá því að annar starfsmaður Marel var flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr. Maðurinn, Aron Matthíasson, var í vinnuferð á vegum fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað. Aron, sem var í sæti við gang flugvélarinnar, skall með höfuðið upp í farangursrýmið fyrir ofan sig, rotaðist, og féll á gólfið. Brasilía Marel Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Fleiri fréttir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Sjá meira
Marel er með starfsstöðvar í um 30 löndum í sex heimsálfum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hjá fyrirtækinu starfi um 7.500 manns. Auk starfsmanns Marel létust krabbameinslæknir, þriggja ára stúlka og fjölskylda frá Venesúela og hundurinn þeirra. Flugvélin var á leið frá Cascavel til flugvallarins í Sau Paulo þegar hún hrapaði skyndilega. Fimmtíu og sjö farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Á myndbandi má sjá þegar vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Allir sem voru um borð í flugvélinni létu lífið. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúðabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Rannsakendur hafa endurheimt svarta kassa flugvélarinnar þar sem má finna upptökur frá flugmönnum og annað efni. Í frétt AP um málið sem birt var um helgina kom fram að fyrstu niðurstöður rannsakenda yrðu birtar innan 30 daga frá slysinu. Vélin brotlenti um klukkan 13.30 að staðartíma og hafði um níu mínútum áður misst samband við stjórnstöð og sást ekki á ratsjá um átta mínútum áður en hún hrapaði. Franskir rannsakendur komu til Brasilíu um helgina til að rannsaka tildrög slyssins. Fjölskyldur hinna látnu komu saman í Sao Paulo í gær en enn er unnið að því að bera kennsl á alla sem létust í slysinu. Nánar á vef AP. Starfsmaður Marel í vél Singapore Airlines Ekki er langt síðan greint var frá því að annar starfsmaður Marel var flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr. Maðurinn, Aron Matthíasson, var í vinnuferð á vegum fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað. Aron, sem var í sæti við gang flugvélarinnar, skall með höfuðið upp í farangursrýmið fyrir ofan sig, rotaðist, og féll á gólfið.
Brasilía Marel Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Fleiri fréttir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Sjá meira
Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09