Lífið

Sonur Bene­dikts og Evu kominn með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Benedikt og Eva eignuðust sitt fyrsta barn saman í júní.
Benedikt og Eva eignuðust sitt fyrsta barn saman í júní.

Sonur Benedikts Brynleifssonar trommuleikara og Evu Brink fjármálastjóra var skírður við hátíðlega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn, sem komin í heiminn 4. júní síðastliðinn, fékk nafnið Frosti Brink. Eva deildi gleðifréttunum í færslu á Instagram.

Fyrir á parið samtals fimm börn og geislaði fjölskyldan öll þennan fallega dag.

Tónlistarhjónin Regína Ósk og Svenni Þór fluttu lagið Lítill drengur í athöfninni. Vinir parsins, þau Vignir Snær Vigfússon tónlistar og Rakel Orradóttir, áhrifavaldur og markþjálfi, fengu það hlutverk að verða guðforeldrar barnsins.

Eva og Benedikt byrjuðu að stinga saman nefjum síðastlið sumar.

Benedikt er einn besti trommari landsins og hefur komið víða við á ferlinum. Þar á meðal með hljómsveitinni Mannakorn og í stórum viðburðum í Hörpu, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá var Benedikt einn af vinum hans Sjonna sem fóru fyrir hönd Íslands í Eurovision með lagið Coming home í Eurovision í Düsseldorf vorið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×