Eltungurnar ná sumstaðar allt að 25 metrum og er bærinn sögufrægi, Maraþon, í einna mestri hættu. Hús eru þegar brunnin í bænum Varnavas sem er þar í grennd og þá þurfti að koma fólki í bílalest um 25 bíla til bjargar þegar þau komust ekki brott þegar þau reyndu að flýja hamfarirnar.
Fjörutíu slíkir eldar hafa kviknað á Grikklandi frá því á laugardag og eru sjö þeirra enn í fullum gangi. Ráðherra loftslagsmála varar við því að aðstæður verði áfram slæmar í landinu en júlí og júní á þessu ári voru þeir heitustu í sögunni.
Um tvöhundruð slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn við Maraþon en mikill vindur hefur hamlað slökkvistarfi, sérstaklega úr lofti.