Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:00 Cindy Winner Djankeu Ngamba varð fyrst til að vinna verðlaun fyrir flóttamannaliðið. Tyler Miller/Sportsfile via Getty Images Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira