Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 11:24 Snæbjörn Brynjarsson tekur við stjórnartaumunum í Tjarnarbíói. Tjarnarbíó Snæbjörn Brynjarsson safnstjóri og leikhúsgagnrýnandi hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Hann tekur við starfinu af Söru Martí Guðmundsdóttur sem hefur gegnt hlutverkinu undanfarin tvö ár. Fram kemur í tilkynningu frá Tjarnarbíói að Snæbjörn eigi fjölbreyttan starfsferil að baki. Meðal annars sem leikari með franska leikhópnum Vivarium Studio og leikhússins Nanterre Amandiers, sem rithöfundur og blaðamaður. Frá 2015 til 2021 var hann leikhúsgagnrýnandi fyrir RÚV í sjónvarpi og á Rás eitt. „Það má því segja að hann sé sönnun þess að ekki sé öll von úti fyrir gagnrýnendur um endurkomu aftur inn í sviðslistasenuna,“ segir í tilkynningunni. Árið 2018 stofnaði hann menningarrýmið Midpunkt í Hamraborg og í kjölfarið á því listahátíðina Hamraborg Festival. Hann hefur verið einn af listrænum stjórnendum hennar síðan 2021 þegar fyrsta hátíðin fór fram. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið safnstjóri Listasafns Svavars Guðnasonar sem staðsett er á Höfn í Hornafirði. Það safn er tileinkað fyrsta abstrakt listmálara Íslendinga og sýnir fjölbreytta samtímalist allan ársins hring. Sara Martí lætur af störfum í ágúst. Fram kemur í tilkynningunni að síðasta ár hafi verið það aðsóknarmesta í sögu Tjarnarbíós síðan leikhúsið var opnað árið 2013. Leikhús Vistaskipti Reykjavík Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Tjarnarbíói að Snæbjörn eigi fjölbreyttan starfsferil að baki. Meðal annars sem leikari með franska leikhópnum Vivarium Studio og leikhússins Nanterre Amandiers, sem rithöfundur og blaðamaður. Frá 2015 til 2021 var hann leikhúsgagnrýnandi fyrir RÚV í sjónvarpi og á Rás eitt. „Það má því segja að hann sé sönnun þess að ekki sé öll von úti fyrir gagnrýnendur um endurkomu aftur inn í sviðslistasenuna,“ segir í tilkynningunni. Árið 2018 stofnaði hann menningarrýmið Midpunkt í Hamraborg og í kjölfarið á því listahátíðina Hamraborg Festival. Hann hefur verið einn af listrænum stjórnendum hennar síðan 2021 þegar fyrsta hátíðin fór fram. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið safnstjóri Listasafns Svavars Guðnasonar sem staðsett er á Höfn í Hornafirði. Það safn er tileinkað fyrsta abstrakt listmálara Íslendinga og sýnir fjölbreytta samtímalist allan ársins hring. Sara Martí lætur af störfum í ágúst. Fram kemur í tilkynningunni að síðasta ár hafi verið það aðsóknarmesta í sögu Tjarnarbíós síðan leikhúsið var opnað árið 2013.
Leikhús Vistaskipti Reykjavík Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira