Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 15:11 Sigketill við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli sem ljósmyndarinn RAX flaug yfir og myndaði í morgun. RAX Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“ Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“
Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47