Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 10:33 Ólafur Ágúst nýtir tímann innan veggja fangelsisins til að benda á það sem hann telur betur mega fara í umönnun og betrun fanga. Vísir Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. Ólafur Ágúst Hraundal hlaut í fyrrasumar tíu ára fangelsi í Landsrétti fyrir þátt sinn í saltdreifaramálinu svokallaða þar sem hann kom að umfangsmikilli kannabisræktun á sveitabæ nærri Hellu á Suðurlandi. Síðan hann hóf afplánun hefur hann stungið endurtekið niður penna og bent á það sem honum finnst athugavert varðandi betrun fanga. Tuttugu ár á milli þungra dóma Ólafur fékk í upphafi aldarinnar þungan dóm tengdan fíkniefnainnflutningi og hefur því samanburð af því að sitja lengi innan veggja fangelsisins. Hann spyr í aðsendri grein á vefsíðunni Nútímanum hvað hafi orðið um endurhæfinguna og þá betrun sem hafi áður verið í fangelsiskerfinu? „Skyldu einhverjir fleiri spyrja sig að því?“ Hann hefur áhyggjur af fyrirætlunum dómsmálaráðherra um byggingu nýs fangelsis og fjölgun rýma á Sogni. „Allt lítur þetta voðalega vel út á prenti og í orði. Hvað ætla þau að gera við þessa 14 einstaklinga sem verður bætt við á Sogn? Það er ekki nóg bara að fjölga rúmum. Það þarf líka að vera eitthvað við að vera fyrir þessa einstaklinga. Staðan á Sogni er þannig í dag að þar eru ekki næg verkefni fyrir þá vistmenn sem þar eru fyrir. Hvernig væri að byrja á réttum enda?“ spyr Ólafur Ágúst. Honum líður eins og ætlun kerfisins sé að framleiða bara iðjuleysingja og glæpamenn. Nýtt fangelsi verði ekki skrímslageymsla „Hvernig væri að byrja núna að gera betur? Síðustu ár hefur átt sér stað algjör stöðnun í meðhöndlun fanga, algjör hnignun í mannlegri nálgun. Sem lýsir sér best í því stjórnleysi sem þrífst á Litla-Hrauni,“ segir Ólafur Ágúst. Undanfarnar vikur og mánuði hafa endurtekið hafa borist fregnir af ofbeldi fanga á Litla-Hrauni. „Þar ríkir sú ranga hugsun að fangar eiga ekki að geta fylgt þróun samfélagsins og vaxið sjálfir sem manneskjur inni í fangelsi. Þegar Hólmsheiðin var byggð átti allt að verða svo miklu betra en hún var í raun ákveðið stórslys þegar kemur að aðbúnaði fyrir fanga.“ Fangelsið hafi verið hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennaálmu bætt við síðar. „En í dag er hún í raun orðin afplánunar-og öryggisfangelsi. Aðbúnaðurinn sem þar er hæfir engan vegin því hlutverki. Með margumtöluðu nýju fangelsi vona ég innilega að það verði sett meiri hugsun í aðbúnað fyrir fanga í virkni og andlegri vinnu. Að fangelsiskerfið verði fært í nútímabúning þar sem fangar geti fylgt samtímanum í þeirri stöðu sem þeir eru. Að fangar hafi eitthvað við að vera og að það nýja fangelsi verði ekki enn ein skrímslageymslan.“ Eigi varla fyrir sígarettum Þá vill Ólafur Ágúst að launamál fanga verði tekin til skoðunar hið fyrsta. Fangar verði að geta haldið í smá sjálfsvirðingu þó lítil sé. „Fangar sem vinna fá í laun/þóknun 415 kr. á tímann. Þeir fangar sem hafa enga vinnu fá 3.150 kr á viku í dagpening til að kaupa sér nikótín eða það sem þeir þurfa,“ segir Ólafur Ágúst. Fangar fá sömuleiðis 415 krónur á tímann fyrir skólasókn. „Þeir fangar sem elda ofan í sig sjálfir fá 1.700 kr á dag sem er engan vegin nóg ef við horfum þá verðlagsþróun sem átt hefur sér stað í samfélaginu. Laun/þóknun hafa ekki hækkaði síðan árið 2009. Þá í 415 kr. Þá kostaði sígarettupakkin rúmar 500 kr EN í dag kostar sígarettupakkin 1.700 kr. Að fá 3.150 kr á viku í dagpeninga er skammarlegt ef horft er til verðlagsþróunnar í samfélaginu. Að fangar fái 415 kr á tímann fyrir vinnuframlag sitt er satt að segja ömurlegt. Þetta er mikil niðurlæging og vanvirðing við einstaklinginn.“ Sálfræðitími kosti sitt Fangi þurfi að vinna ansi margar vinnustundir til að eiga fyrir sálfræðiaðstoð sem Ólafur segir galið að fangar þurfi að sækja utan fangelsisins. Ólafur er þeirrar skoðunar að fangelsið sé rétti staðurinn fyrir fanga að vinna úr áföllum. „Þegar fanginn er fyrst kominn í þessa stöðu verða til tækifæri til að gera eitthvað. En eftir því sem lengra líður og ekkert er gert verður oft erfiðara að nálgast meinið. Ég hef orðið vitni að því þegar fangar festast í spíral áfalla sem ekki hefur verið unnið úr. Það er sorglegt. Það að fangar þurfi að fá leyfi til að leita sér hjálpar hjá sálfræðingum utan fangelsisins á sinn eigin kostnað sýnir getuleysi starfsmanna geðsviðs fangelsismálastofnunar. Sálfræðitími kostar 23.500 kr og síðan þarf viðkomandi að koma sér sjálfur til og frá sálfræðingi.“ Einn sálfræðitími geti því kostað fanga 65 klukkustundir í vinnu. Klipping geti kostað sextán vinnustundir fyrir fanga. „Er það sanngjarnt? Enn og aftur er verið að níðast á fanganum. Það er reynt eins og hægt er að hamla föngum að geta sótt sér aðstoð eða haldið sér til. Þetta er ekkert annað en ofbeldi eða mannfyrirlitning. Af hverju þarf að koma fram við fanga eins og rusl. Það er mín upplifun að okkar prúða samfélag hafi með öllu okkar góða fólki flokkað fanga í ruslflokk. Það virðist því miður gleymast hjá góða fólkinu að fangar eiga líka fjölskyldur sem allar hafa tilfinningar.“ Fangelsismál Mannréttindi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sjá meira
Ólafur Ágúst Hraundal hlaut í fyrrasumar tíu ára fangelsi í Landsrétti fyrir þátt sinn í saltdreifaramálinu svokallaða þar sem hann kom að umfangsmikilli kannabisræktun á sveitabæ nærri Hellu á Suðurlandi. Síðan hann hóf afplánun hefur hann stungið endurtekið niður penna og bent á það sem honum finnst athugavert varðandi betrun fanga. Tuttugu ár á milli þungra dóma Ólafur fékk í upphafi aldarinnar þungan dóm tengdan fíkniefnainnflutningi og hefur því samanburð af því að sitja lengi innan veggja fangelsisins. Hann spyr í aðsendri grein á vefsíðunni Nútímanum hvað hafi orðið um endurhæfinguna og þá betrun sem hafi áður verið í fangelsiskerfinu? „Skyldu einhverjir fleiri spyrja sig að því?“ Hann hefur áhyggjur af fyrirætlunum dómsmálaráðherra um byggingu nýs fangelsis og fjölgun rýma á Sogni. „Allt lítur þetta voðalega vel út á prenti og í orði. Hvað ætla þau að gera við þessa 14 einstaklinga sem verður bætt við á Sogn? Það er ekki nóg bara að fjölga rúmum. Það þarf líka að vera eitthvað við að vera fyrir þessa einstaklinga. Staðan á Sogni er þannig í dag að þar eru ekki næg verkefni fyrir þá vistmenn sem þar eru fyrir. Hvernig væri að byrja á réttum enda?“ spyr Ólafur Ágúst. Honum líður eins og ætlun kerfisins sé að framleiða bara iðjuleysingja og glæpamenn. Nýtt fangelsi verði ekki skrímslageymsla „Hvernig væri að byrja núna að gera betur? Síðustu ár hefur átt sér stað algjör stöðnun í meðhöndlun fanga, algjör hnignun í mannlegri nálgun. Sem lýsir sér best í því stjórnleysi sem þrífst á Litla-Hrauni,“ segir Ólafur Ágúst. Undanfarnar vikur og mánuði hafa endurtekið hafa borist fregnir af ofbeldi fanga á Litla-Hrauni. „Þar ríkir sú ranga hugsun að fangar eiga ekki að geta fylgt þróun samfélagsins og vaxið sjálfir sem manneskjur inni í fangelsi. Þegar Hólmsheiðin var byggð átti allt að verða svo miklu betra en hún var í raun ákveðið stórslys þegar kemur að aðbúnaði fyrir fanga.“ Fangelsið hafi verið hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennaálmu bætt við síðar. „En í dag er hún í raun orðin afplánunar-og öryggisfangelsi. Aðbúnaðurinn sem þar er hæfir engan vegin því hlutverki. Með margumtöluðu nýju fangelsi vona ég innilega að það verði sett meiri hugsun í aðbúnað fyrir fanga í virkni og andlegri vinnu. Að fangelsiskerfið verði fært í nútímabúning þar sem fangar geti fylgt samtímanum í þeirri stöðu sem þeir eru. Að fangar hafi eitthvað við að vera og að það nýja fangelsi verði ekki enn ein skrímslageymslan.“ Eigi varla fyrir sígarettum Þá vill Ólafur Ágúst að launamál fanga verði tekin til skoðunar hið fyrsta. Fangar verði að geta haldið í smá sjálfsvirðingu þó lítil sé. „Fangar sem vinna fá í laun/þóknun 415 kr. á tímann. Þeir fangar sem hafa enga vinnu fá 3.150 kr á viku í dagpening til að kaupa sér nikótín eða það sem þeir þurfa,“ segir Ólafur Ágúst. Fangar fá sömuleiðis 415 krónur á tímann fyrir skólasókn. „Þeir fangar sem elda ofan í sig sjálfir fá 1.700 kr á dag sem er engan vegin nóg ef við horfum þá verðlagsþróun sem átt hefur sér stað í samfélaginu. Laun/þóknun hafa ekki hækkaði síðan árið 2009. Þá í 415 kr. Þá kostaði sígarettupakkin rúmar 500 kr EN í dag kostar sígarettupakkin 1.700 kr. Að fá 3.150 kr á viku í dagpeninga er skammarlegt ef horft er til verðlagsþróunnar í samfélaginu. Að fangar fái 415 kr á tímann fyrir vinnuframlag sitt er satt að segja ömurlegt. Þetta er mikil niðurlæging og vanvirðing við einstaklinginn.“ Sálfræðitími kosti sitt Fangi þurfi að vinna ansi margar vinnustundir til að eiga fyrir sálfræðiaðstoð sem Ólafur segir galið að fangar þurfi að sækja utan fangelsisins. Ólafur er þeirrar skoðunar að fangelsið sé rétti staðurinn fyrir fanga að vinna úr áföllum. „Þegar fanginn er fyrst kominn í þessa stöðu verða til tækifæri til að gera eitthvað. En eftir því sem lengra líður og ekkert er gert verður oft erfiðara að nálgast meinið. Ég hef orðið vitni að því þegar fangar festast í spíral áfalla sem ekki hefur verið unnið úr. Það er sorglegt. Það að fangar þurfi að fá leyfi til að leita sér hjálpar hjá sálfræðingum utan fangelsisins á sinn eigin kostnað sýnir getuleysi starfsmanna geðsviðs fangelsismálastofnunar. Sálfræðitími kostar 23.500 kr og síðan þarf viðkomandi að koma sér sjálfur til og frá sálfræðingi.“ Einn sálfræðitími geti því kostað fanga 65 klukkustundir í vinnu. Klipping geti kostað sextán vinnustundir fyrir fanga. „Er það sanngjarnt? Enn og aftur er verið að níðast á fanganum. Það er reynt eins og hægt er að hamla föngum að geta sótt sér aðstoð eða haldið sér til. Þetta er ekkert annað en ofbeldi eða mannfyrirlitning. Af hverju þarf að koma fram við fanga eins og rusl. Það er mín upplifun að okkar prúða samfélag hafi með öllu okkar góða fólki flokkað fanga í ruslflokk. Það virðist því miður gleymast hjá góða fólkinu að fangar eiga líka fjölskyldur sem allar hafa tilfinningar.“
Fangelsismál Mannréttindi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sjá meira