Mikill viðbúnaður vegna mögulegra óeirða í dag Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 09:57 Abdelkader Mohamad Al Alloush situr fyrir utan verslun sína sem óeirðarseggir lögðu í rúst í Belfast á Norður-Írlandi í síðustu viku. Öfgamenn hafa beint spjótum sínum að múslimum þrátt fyrir að árásarmaðurinn í Southport hafi ekki nein þekkt tengsl við íslam. AP/Rebecca Black/PA Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku. Fleiri en fjögur hundruð manns hafa verið handteknir í óeirðum sem sprottið hafa upp úr frá mótmælafundum hægriöfgahópa síðustu rúmu vikuna. Um hundrað manns hafa verið ákærðir í tengslum við uppþotin. Tugir lögreglumanna hafa slasast í átökum við öfgamenn. Um sex þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu vegna mótmæla sem eru á dagskrá í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa meðal annars verið boðið í höfuðborginni London í dag. Sadiq Khan, borgarstjóri, varaði liðsmenn hægriöfgahópa við því að standa fyrir ólátum þar. Vísbendingar væru um að þeir beindu spjótum sínum að tilteknum stöðum í borginni en lögreglan og borgaryfirvöld ynnu saman að því að verja byggingar þar. „Ofbeldisverk og óspektir á götum London verða ekki liðin og ef þú fremur glæp verður þú handtekinn og látinn finna fyrir fullu afli laganna,“ skrifaði Khan á samfélagsmiðlinum X. Jim McMahon, samfélagsráðherra, lýsti sérstökum áhyggjum af að listi yfir tugi heimilisfanga þar sem samtök sem aðstoða innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur eru til húsa sé í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Á þessu stigi vitum við ekki hvort það verði mótmæli þarna líkt og þau sem við höfum séð annars staðar eða hvort listanum sé aðeins ætlað að valda ótta og áhyggjum eða jafnvel til þess að ögra,“ sagði McMahon við breska ríkisútvarpið. Hvetja eiganda samfélagsmiðils til þess að gæta orða sinna Kveikjan að óróa síðustu viku var hnífstunguárás í Southport mánudaginn 29. júlí þar sem þá sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna, þar á meðal þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára til bana. Innan örfárra klukkustunda fóru á flug falskar upplýsingar um að árásarmaðurinn væri múslimi og hælisleitandi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Þrátt fyrir þær fölsku forsendur hefur óeirðir síðustu viku í nokkrum tilfellum beinst að moskum, þar á meðal í Southport, og miðstöðvum samtakanna sem aðstoða hælisleitendur. Eldur var borinn að hóteli sem hýsir hælisleitendur í bænum Rotherham um helgina. Auk uppþota innlendra óeirðarseggja hafa bresk stjórnvöld þurft að bregðast við undirróðri Elons Musk, eiganda samfélagsmiðilisins X, sem hefur meðal annars básúnað því til fylgjenda sinna að „borgarastríð“ sé „óumflýjanlegt“ í Bretlandi og að breskt réttarkerfi fari mýkri höndum um múslima en hægriöfgamenn. Stjórn Verkamannaflokksins hvatti Musk til þess að gæta orða sinna og sýna ábyrgð. Hún hefur einnig kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki stemmi stigu við misvísandi upplýsingum sem er ætlað að æsa fólk upp sem er dreift þar. „Það er á engan hátt viðunandi að nota orð eins og „borgarastríð“. Við sjáum lögreglumenn slasast alvarlega, kveikt í byggingum þannig að ég tel að allir þeir sem hafa áhrif ættu að beita þeim á ábyrgan hátt,“ sagði Heidi Alexander, dómsmálaráðherra, um ummæli Musk. Elon Musk, eigandi X, hunsar óskir breskra stjórnvalda um að enga ekki til frekari ófriðar þar eftir harmleikinn í Southport.AP/Susan Walsh Aflétti banni á breska öfgamenn Musk, sem tekur reglulega undir sjónarmið öfgahægrimanna, lét sér þó ekki segjast og hélt áfram að tjá sig um ofbeldisölduna í Bretlandi. Þegar Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði á X að árásir á moskur eða múslima yrðu ekki liðnar svaraði Musk og spurði hvort að Starmer ætti ekki frekar að hafa áhyggjur af árásum á „alla“. Þegar Musk tók yfir miðilinn sem þá hét Twitter í fyrra aflétti hann banni af fjölda öfgamanna sem höfðu verið bannaðir fyrir að ala á hatri. Á meðal þeirra var breskur hvítur þjóðernissinni sem gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson. Stuðningsmenn hans og hægriöfgahreyfingarinnar Enska varnarbandalagsins (EDL) hafa verið áberandi í óeirðunum. Bretland Hnífaárás í Southport Samfélagsmiðlar X (Twitter) Tengdar fréttir Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. 5. ágúst 2024 12:27 Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. 4. ágúst 2024 09:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Fleiri en fjögur hundruð manns hafa verið handteknir í óeirðum sem sprottið hafa upp úr frá mótmælafundum hægriöfgahópa síðustu rúmu vikuna. Um hundrað manns hafa verið ákærðir í tengslum við uppþotin. Tugir lögreglumanna hafa slasast í átökum við öfgamenn. Um sex þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu vegna mótmæla sem eru á dagskrá í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa meðal annars verið boðið í höfuðborginni London í dag. Sadiq Khan, borgarstjóri, varaði liðsmenn hægriöfgahópa við því að standa fyrir ólátum þar. Vísbendingar væru um að þeir beindu spjótum sínum að tilteknum stöðum í borginni en lögreglan og borgaryfirvöld ynnu saman að því að verja byggingar þar. „Ofbeldisverk og óspektir á götum London verða ekki liðin og ef þú fremur glæp verður þú handtekinn og látinn finna fyrir fullu afli laganna,“ skrifaði Khan á samfélagsmiðlinum X. Jim McMahon, samfélagsráðherra, lýsti sérstökum áhyggjum af að listi yfir tugi heimilisfanga þar sem samtök sem aðstoða innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur eru til húsa sé í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Á þessu stigi vitum við ekki hvort það verði mótmæli þarna líkt og þau sem við höfum séð annars staðar eða hvort listanum sé aðeins ætlað að valda ótta og áhyggjum eða jafnvel til þess að ögra,“ sagði McMahon við breska ríkisútvarpið. Hvetja eiganda samfélagsmiðils til þess að gæta orða sinna Kveikjan að óróa síðustu viku var hnífstunguárás í Southport mánudaginn 29. júlí þar sem þá sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna, þar á meðal þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára til bana. Innan örfárra klukkustunda fóru á flug falskar upplýsingar um að árásarmaðurinn væri múslimi og hælisleitandi. Hann fæddist hins vegar í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Þrátt fyrir þær fölsku forsendur hefur óeirðir síðustu viku í nokkrum tilfellum beinst að moskum, þar á meðal í Southport, og miðstöðvum samtakanna sem aðstoða hælisleitendur. Eldur var borinn að hóteli sem hýsir hælisleitendur í bænum Rotherham um helgina. Auk uppþota innlendra óeirðarseggja hafa bresk stjórnvöld þurft að bregðast við undirróðri Elons Musk, eiganda samfélagsmiðilisins X, sem hefur meðal annars básúnað því til fylgjenda sinna að „borgarastríð“ sé „óumflýjanlegt“ í Bretlandi og að breskt réttarkerfi fari mýkri höndum um múslima en hægriöfgamenn. Stjórn Verkamannaflokksins hvatti Musk til þess að gæta orða sinna og sýna ábyrgð. Hún hefur einnig kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki stemmi stigu við misvísandi upplýsingum sem er ætlað að æsa fólk upp sem er dreift þar. „Það er á engan hátt viðunandi að nota orð eins og „borgarastríð“. Við sjáum lögreglumenn slasast alvarlega, kveikt í byggingum þannig að ég tel að allir þeir sem hafa áhrif ættu að beita þeim á ábyrgan hátt,“ sagði Heidi Alexander, dómsmálaráðherra, um ummæli Musk. Elon Musk, eigandi X, hunsar óskir breskra stjórnvalda um að enga ekki til frekari ófriðar þar eftir harmleikinn í Southport.AP/Susan Walsh Aflétti banni á breska öfgamenn Musk, sem tekur reglulega undir sjónarmið öfgahægrimanna, lét sér þó ekki segjast og hélt áfram að tjá sig um ofbeldisölduna í Bretlandi. Þegar Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði á X að árásir á moskur eða múslima yrðu ekki liðnar svaraði Musk og spurði hvort að Starmer ætti ekki frekar að hafa áhyggjur af árásum á „alla“. Þegar Musk tók yfir miðilinn sem þá hét Twitter í fyrra aflétti hann banni af fjölda öfgamanna sem höfðu verið bannaðir fyrir að ala á hatri. Á meðal þeirra var breskur hvítur þjóðernissinni sem gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson. Stuðningsmenn hans og hægriöfgahreyfingarinnar Enska varnarbandalagsins (EDL) hafa verið áberandi í óeirðunum.
Bretland Hnífaárás í Southport Samfélagsmiðlar X (Twitter) Tengdar fréttir Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. 5. ágúst 2024 12:27 Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. 4. ágúst 2024 09:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. 5. ágúst 2024 12:27
Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. 4. ágúst 2024 09:52