„Það er engin leið að ýta á einhvern takka og breyta genginu þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 6. ágúst 2024 23:37 Túfa er nýtekinn við Val. Vísir/Ívar Srdjan Tufegzdic, Túfa, stýrði sínum fyrsta leik með Val í dag eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum á dögunum. Túfa fékk enga draumbyrjun í starfi og mátti sætta sig við 1-0 tap gegn sínum gömlu lærisveinum í KA á Greifavellinum. „Svekktur með niðurstöðuna, að tapa fyrsta leik sem við þurftum ekkert að tapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svona fyrstu 25 mínúturnar, höfðum góða stjórn á leiknum, gott flæði á boltanum og fengum mjög góð færi til að koma sanngjarnt yfir og þetta var akkúrat það sem lifið þurfti á þessum tíma. Mér finnst við líka á þessum tímapunkti mjög þéttir varnarlega, ekkert að gefa KA mönnum eitt né neitt en svona síðasta kortér í fyrri hálfleik spilast erfiðlega fyrir okkur. Við tókum alltof langan tíma á boltanum, spilum í svæði sem kannski þrír eða fjórir KA menn eru í kringum einn Valsmann og þá opnast leikurinn aðeins og fer svolítið í ping pong. Mjög svekkjandi að fara inn í hálfleik einu marki undir því mér finnst leikurinn ekki spilast þannig að við eigum að fara undir inn í hálfleikinn.“ „Seinni hálfleikur, svona eftir fyrstu nokkrar mínúturnar, erum við að koma okkur betur og betur inn í leikinn en svo kemur rauða spjaldið og það breytir svolítið, gerir verkefnið erfiðara en það var samt góður karakter í liðinu. Við svíðum aðeins og breytum kerfinu og reynum að finna lausnir til að hjálpa mönnum á vellinum og Ögmundur (Kristinsson) kemur sterkur inn líka og mér fannst við nálægt því að jafna leikinn án þess að skapa okkur dauðafæri en samt svona vera nálægt því að komast í góða stöðu og gott færi. Á endaum svekkjandi niðurstaða.“ Tveir frábærir markmenn Frederik Schram, markmaður Vals, fékk reisupassann á 59. mínútu þegar hann tók Viðar Örn niður rétt fyrir utan teig í þann mund sem Viðar var að sleppa fram hjá honum með markið opið. Túfa telur dóminn vera réttann. „Já ég held það, svona langt í burtu frá okkur virðist hann vera seinn og ég held að það sé ekkert hægt að segja við rauða spjaldinu.“ Valur býr vel að eiga góða markmenn en Ögmundur Kristinsson kom inn og kláraði leikinn. Frederik Schram er í banni í næsta leik og yfirgefur Val að tímabili loknu og gæti þetta því verið kjörið tækifæri fyrir Ögmund að gera tilkall að byrjunarliðssæti. „Hann kemur mjög sterkur inn í dag, ég var að kynnast honum bara fyrir tveimur dögum, bara hörku karakter og hörku markmaður. Er að komast í betra og betra stand og er að æfa mjög vel og hann verður mjög mikilvægur fyrir okkur, ekki spurning.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að glíma við meiðsli en spilaði allan leikinn í dag. Hann virtist þó ekki ganga heill til skógar. „Gylfa er búið að líða mjög vel í gær og fyrradag, æfði mjög vel, annars væru við ekki að láta hann byrja ef hann væri ekki heill þannig við vorum að reyna finna svona betri stað til að finna hann. Mér finnst eins og öll lið séu að reyna að vera mjög þétt í kringum hann og loka á hann. Það þarf ekkert að tala um Gylfa, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og verður bara betri og betri.“ Íslandsmeistaratitllinn fjarlægist Horfa Valsmenn enn á Íslandsmeistaratitilinn sem raunhæfan möguleika eftir tapið í dag? „Við verðum bara að horfa á næsta leik, númer eitt, tvö og þrjú. Eftir tapið í dag höfum við aftur stuttan tíma í næsta leik og þurfum bara að leggja mikla vinnu á okkur, það er eina leiðin. Það er engin leið að ýta á einhvern takka og breyta genginu þannig, við verðum bara allir saman að leggja mikla vinnu, mikla ástríðu og nota hvern einasta dag þegar það er svona sutt á milli til þess að lyfta okkur á hærrra plan og hafa þessar 25-30 mínútur úr þessum leik í fleiri köflum í næstu leikjum.“ Hverju viltu helst breyta sem nýr þjálfari Vals? „Fyrst og fremst er búið að vera erfitt undanfarið að loka markinu og fá fullt af færum og fullt af mörkum á okkur. Mér finnst í dag, sérstaklega þegar við vorum ellefu á ellefu, við vera miklu þéttari númer eitt, tvö og þrjú og úr því með gott flæði á boltanum og góðar boltalausar hreyfingar, vorum að skapa, vorum hættulegir, þannig þetta er einhver leið sem við verðum að halda áfram með. Eins og ég segi verðum við að leggja mikla vinnu á okkur og það er eina leiðin.“ Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Svekktur með niðurstöðuna, að tapa fyrsta leik sem við þurftum ekkert að tapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel svona fyrstu 25 mínúturnar, höfðum góða stjórn á leiknum, gott flæði á boltanum og fengum mjög góð færi til að koma sanngjarnt yfir og þetta var akkúrat það sem lifið þurfti á þessum tíma. Mér finnst við líka á þessum tímapunkti mjög þéttir varnarlega, ekkert að gefa KA mönnum eitt né neitt en svona síðasta kortér í fyrri hálfleik spilast erfiðlega fyrir okkur. Við tókum alltof langan tíma á boltanum, spilum í svæði sem kannski þrír eða fjórir KA menn eru í kringum einn Valsmann og þá opnast leikurinn aðeins og fer svolítið í ping pong. Mjög svekkjandi að fara inn í hálfleik einu marki undir því mér finnst leikurinn ekki spilast þannig að við eigum að fara undir inn í hálfleikinn.“ „Seinni hálfleikur, svona eftir fyrstu nokkrar mínúturnar, erum við að koma okkur betur og betur inn í leikinn en svo kemur rauða spjaldið og það breytir svolítið, gerir verkefnið erfiðara en það var samt góður karakter í liðinu. Við svíðum aðeins og breytum kerfinu og reynum að finna lausnir til að hjálpa mönnum á vellinum og Ögmundur (Kristinsson) kemur sterkur inn líka og mér fannst við nálægt því að jafna leikinn án þess að skapa okkur dauðafæri en samt svona vera nálægt því að komast í góða stöðu og gott færi. Á endaum svekkjandi niðurstaða.“ Tveir frábærir markmenn Frederik Schram, markmaður Vals, fékk reisupassann á 59. mínútu þegar hann tók Viðar Örn niður rétt fyrir utan teig í þann mund sem Viðar var að sleppa fram hjá honum með markið opið. Túfa telur dóminn vera réttann. „Já ég held það, svona langt í burtu frá okkur virðist hann vera seinn og ég held að það sé ekkert hægt að segja við rauða spjaldinu.“ Valur býr vel að eiga góða markmenn en Ögmundur Kristinsson kom inn og kláraði leikinn. Frederik Schram er í banni í næsta leik og yfirgefur Val að tímabili loknu og gæti þetta því verið kjörið tækifæri fyrir Ögmund að gera tilkall að byrjunarliðssæti. „Hann kemur mjög sterkur inn í dag, ég var að kynnast honum bara fyrir tveimur dögum, bara hörku karakter og hörku markmaður. Er að komast í betra og betra stand og er að æfa mjög vel og hann verður mjög mikilvægur fyrir okkur, ekki spurning.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að glíma við meiðsli en spilaði allan leikinn í dag. Hann virtist þó ekki ganga heill til skógar. „Gylfa er búið að líða mjög vel í gær og fyrradag, æfði mjög vel, annars væru við ekki að láta hann byrja ef hann væri ekki heill þannig við vorum að reyna finna svona betri stað til að finna hann. Mér finnst eins og öll lið séu að reyna að vera mjög þétt í kringum hann og loka á hann. Það þarf ekkert að tala um Gylfa, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og verður bara betri og betri.“ Íslandsmeistaratitllinn fjarlægist Horfa Valsmenn enn á Íslandsmeistaratitilinn sem raunhæfan möguleika eftir tapið í dag? „Við verðum bara að horfa á næsta leik, númer eitt, tvö og þrjú. Eftir tapið í dag höfum við aftur stuttan tíma í næsta leik og þurfum bara að leggja mikla vinnu á okkur, það er eina leiðin. Það er engin leið að ýta á einhvern takka og breyta genginu þannig, við verðum bara allir saman að leggja mikla vinnu, mikla ástríðu og nota hvern einasta dag þegar það er svona sutt á milli til þess að lyfta okkur á hærrra plan og hafa þessar 25-30 mínútur úr þessum leik í fleiri köflum í næstu leikjum.“ Hverju viltu helst breyta sem nýr þjálfari Vals? „Fyrst og fremst er búið að vera erfitt undanfarið að loka markinu og fá fullt af færum og fullt af mörkum á okkur. Mér finnst í dag, sérstaklega þegar við vorum ellefu á ellefu, við vera miklu þéttari númer eitt, tvö og þrjú og úr því með gott flæði á boltanum og góðar boltalausar hreyfingar, vorum að skapa, vorum hættulegir, þannig þetta er einhver leið sem við verðum að halda áfram með. Eins og ég segi verðum við að leggja mikla vinnu á okkur og það er eina leiðin.“
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Uppgjörið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum KA sigraði Val 1-0 í 17. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum fyrr í kvöld í fyrsta leik Srdjan Tufegzdic sem þjálfara Vals. 6. ágúst 2024 18:31