Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 10:00 Lin Yu-ting og Imane Khelif voru til umræðu en önnur mál voru tekin fyrir óumbeðið. getty / fotojet Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a> Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a>
Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti