Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 08:30 Útlitið var dökkt í kauphöllinni í Tókýó í gær en hlutabréfaverð tók fljótt við sér í dag. AP/Shohei Miyano/Kyodo News Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun. Lækkunin í Asíu í gær, fyrst og fremst í Japan þar sem Nikkei hrundi um meira en tólf prósent, hafði í för með sér keðjuverkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hún var rakin til áhyggna af efnahagshorfum í Bandaríkjunum eftir að atvinnuleysistölur sem voru gefnar út á föstudag voru ekki í samræmi við væntingar. Sviptingarnar þóttu minna á hrun sem átti sér stað árið 1987 sem breiddi úr sér um allan heim. Stephen Innes frá SPI Asset Management líkir hækkuninni í dag við björgunarbát í viðtali við AP-fréttastofuna. Oft sé stutt milli hláturs og gráturs á mörkuðunum. „Hraðar vendingar hlutabréfaviðskipta geta breytt því sem virðist skelfileg staða í hverfula minningu sem menn hlæja oft að í kauphöllinni daginn eftir,“ segir Innes. Nikkei-vísitalan stendur nú 7,7 prósent hærra en hún gerði fyrir ári en níu prósentum lægra en hún gerði fyrir þremur mánuðum. Japan Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lækkunin í Asíu í gær, fyrst og fremst í Japan þar sem Nikkei hrundi um meira en tólf prósent, hafði í för með sér keðjuverkun á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær. Hún var rakin til áhyggna af efnahagshorfum í Bandaríkjunum eftir að atvinnuleysistölur sem voru gefnar út á föstudag voru ekki í samræmi við væntingar. Sviptingarnar þóttu minna á hrun sem átti sér stað árið 1987 sem breiddi úr sér um allan heim. Stephen Innes frá SPI Asset Management líkir hækkuninni í dag við björgunarbát í viðtali við AP-fréttastofuna. Oft sé stutt milli hláturs og gráturs á mörkuðunum. „Hraðar vendingar hlutabréfaviðskipta geta breytt því sem virðist skelfileg staða í hverfula minningu sem menn hlæja oft að í kauphöllinni daginn eftir,“ segir Innes. Nikkei-vísitalan stendur nú 7,7 prósent hærra en hún gerði fyrir ári en níu prósentum lægra en hún gerði fyrir þremur mánuðum.
Japan Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. 5. ágúst 2024 15:00