Ferðamennirnir ófundnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 06:24 Leitin skipulögð. Landsbjörg Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leit hófst í gærkvöldi eftir að neyðarboð bárust en Jón Þór segist ekki hafa upplýsingar um hvers eðlis þau voru; hvort um var að ræða símtal, skilaboð eða annað. Hægt var að staðsetja tæki viðkomandi og Jón Þór segir menn hafa fundið staðinn en ekkert hefur sést til fólksins. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í gærkvöldi. Þá var rigning og lágskýjað og þyrla Landhelgisgæslunnar átti erfitt með að athafna sig. Að sögn Jóns Þórs virðast skilyrði eitthvað hafa batnað nú í morgunsárið. Um 135 eru að leit.Landsbjörg Uppfært klukkan 7.40: Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast frá Landsbjörg. „Björgunarsveitir hafa í alla nótt leitað tveggja ferðamanna sem í gærkvöldi tilkynntu um að þeir hefðu lokast inni í helli, án árangurs. Skyggni til leitar í nótt hefur verið slæmt, lágskýjað og rigning, en nú í morgunsárið er að birta til á leitarsvæðinu. Björgunarfólk hefur leitað vel á og í kringum þá staðsetningu sem fylgdi boðunum í gær. Þar hefur enn ekkert fundist. Gengið er út frá því að fólkið sé í helli, og verið er að þræða alla þekkta hella á svæðinu. Nú eru við leit á svæðinu 135 manns en 150 hafa komið að aðgerðinni frá því hún hófst í gær. Þyrla frá Landhelgisgæslu varð frá að hverfa í nótt vegna skyggnis en mun taka þátt í leit að nýju með morgninum.“ Björgunarsveitir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leit hófst í gærkvöldi eftir að neyðarboð bárust en Jón Þór segist ekki hafa upplýsingar um hvers eðlis þau voru; hvort um var að ræða símtal, skilaboð eða annað. Hægt var að staðsetja tæki viðkomandi og Jón Þór segir menn hafa fundið staðinn en ekkert hefur sést til fólksins. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í gærkvöldi. Þá var rigning og lágskýjað og þyrla Landhelgisgæslunnar átti erfitt með að athafna sig. Að sögn Jóns Þórs virðast skilyrði eitthvað hafa batnað nú í morgunsárið. Um 135 eru að leit.Landsbjörg Uppfært klukkan 7.40: Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast frá Landsbjörg. „Björgunarsveitir hafa í alla nótt leitað tveggja ferðamanna sem í gærkvöldi tilkynntu um að þeir hefðu lokast inni í helli, án árangurs. Skyggni til leitar í nótt hefur verið slæmt, lágskýjað og rigning, en nú í morgunsárið er að birta til á leitarsvæðinu. Björgunarfólk hefur leitað vel á og í kringum þá staðsetningu sem fylgdi boðunum í gær. Þar hefur enn ekkert fundist. Gengið er út frá því að fólkið sé í helli, og verið er að þræða alla þekkta hella á svæðinu. Nú eru við leit á svæðinu 135 manns en 150 hafa komið að aðgerðinni frá því hún hófst í gær. Þyrla frá Landhelgisgæslu varð frá að hverfa í nótt vegna skyggnis en mun taka þátt í leit að nýju með morgninum.“
Björgunarsveitir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent