Bætti heimsmetið í níunda sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 22:30 Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki í níunda sinn í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis gerði sér lítið fyrir og bætti heimsmetið í greininni í níunda sinn á ferlinum. Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira
Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira