Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:56 Skjáskot af vef Veðurstofunnar af þeim gulu viðvörunum sem eru í gildi í dag og í kvöld. Veðurstofa Íslands Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. „Það er að koma annar stengur, vindstrengur, austnorðaustan upp að Suður- og Suðausturlandi og það kemur til með að hvessa á því svæði frá Eyjafjöllum og eitthvað austur fyrir Höfn. Við þekkjum þessa hviðustaði, hann er byrjaður aðeins að belgja sig í Öræfunum og það verða hviður 30-40 metrar á sekúndu, má reikna með þeim sérstaklega við Svínafell, Freysnes og Skaftafell frá því um hádegi og fram á kvöld,“ segir Einar. Að sama skapi séu þekktir hviðustaðir í kringum Reynisfjall og í Mýrdal í þessari vindátt. Þar geti einnig verið varhugavert að vera á ferðinni. „Á þessum stöðum verður þetta gengið yfir austur í Öræfum einhvern tímann fyrir miðnætti en ekki fyrr en í nótt undir Eyjafjöllum, þannig það fer í þetta lunginn úr deginum og kvöldinu,“ segir Einar. Á vef Veðurstofunnar segir að tjöld geti fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Aðstæður eru einnig sagðar varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá eru líkur á talsverðri eða mikilli úrkomu um tíma í Vestmannaeyjum í kvöld. Jarðvegur vel mettaður eftir blautt sumar Unnur Blær A. Bartsch skriðusérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir að hætta sé á skriðuföllum vegna vætuveðurs næstu daga vegna mikillar úrkomu. „Það eru tvö úrkomuskot að koma. Fyrsta kemur í kvöld og nótt og það seinna kemur eftir hádegi á morgun ef að spárnar sem við erum að miða við ganga eftir. Þá er þetta aðallega að leggjast yfir Strandir, en þar féll skriða á föstudagsmorgun,“ segir Unnur. „Síðan eru það Austfirðir og Suðausturland, þetta nær alveg frá Mjóafirði og niður að Öræfum þetta stóra úrkomusvæði og þetta er auðvitað bara svæði sem að við vitum að það falla oft skriður.“ Landið þoli töluvert mikla úrkomu og taki lengi við. „En þetta er bara búið að vera svo blautt sumar og jarðvegur er víða mettaður þannig það er ekkert hægt að útiloka að það falli skriður,“ segir Unnur. Hún hvetur fólk að vera á varðbergi á þekktum skriðusvæðum. „Sérstaklega þar sem vegakerfið þarna á Ströndum og á Austfjörðum og undir Mýrdalsjökli þarna á Suðurlandinu, það liggur mjög mikið undir bröttum hlíðum. Allar þessar jarðvegsskriður, aurskriður og grjóthrun, getur allt farið og náð vegum, það eru alveg dæmi um það í skriðugagnagrunninum okkar,“ útskýrir Unnur. Fólk láti vita ef það verður vart við skriðu Veðurstofan hefur ekki fengið upplýsingar um frekari skriðuföll um helgina fyrir utan þá sem féll í Árneshreppi á föstudag. „En við búumst alveg við því að eftir þetta úrkomuskot í nótt og eftir hádegi á morgun að það muni kannski eitthvað falla. Það er líka svo oft að skriðurnar falla kannski tólf klukkustundum eða jafnvel sólarhring eftir mestu úrkomuna, og þá getum við aldrei útilokað að skriðuhættuna þegar úrkoman er búin því þetta tekur stundum tíma að fara af stað,“ segir Unnur. Þá er von á öðru en minna úrkomuskoti á miðvikudaginn sem mun koma inn að landinu á svipuðum slóðum og það sem von er á á morgun. „Þannig við vitum ekki hvort að þetta muni jafnvel vara út vikuna. En við erum alla veganna alveg klár á því núna að þetta sé í dag og á morgun og jafnvel inn á þriðjudaginn,“ segir Unnur „Við viljum alltaf bara hvetja fólk til þess að láta okkur vita ef það sér skriður, skriðuföll í sínu nærumhverfi eða þegar það er að keyra og sér einhverjar litlar spýjur,“ segir Unnur, en hægt er að láta vita í gegnum vef Veðurstofunnar eða í síma 522-6000. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
„Það er að koma annar stengur, vindstrengur, austnorðaustan upp að Suður- og Suðausturlandi og það kemur til með að hvessa á því svæði frá Eyjafjöllum og eitthvað austur fyrir Höfn. Við þekkjum þessa hviðustaði, hann er byrjaður aðeins að belgja sig í Öræfunum og það verða hviður 30-40 metrar á sekúndu, má reikna með þeim sérstaklega við Svínafell, Freysnes og Skaftafell frá því um hádegi og fram á kvöld,“ segir Einar. Að sama skapi séu þekktir hviðustaðir í kringum Reynisfjall og í Mýrdal í þessari vindátt. Þar geti einnig verið varhugavert að vera á ferðinni. „Á þessum stöðum verður þetta gengið yfir austur í Öræfum einhvern tímann fyrir miðnætti en ekki fyrr en í nótt undir Eyjafjöllum, þannig það fer í þetta lunginn úr deginum og kvöldinu,“ segir Einar. Á vef Veðurstofunnar segir að tjöld geti fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Aðstæður eru einnig sagðar varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá eru líkur á talsverðri eða mikilli úrkomu um tíma í Vestmannaeyjum í kvöld. Jarðvegur vel mettaður eftir blautt sumar Unnur Blær A. Bartsch skriðusérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir að hætta sé á skriðuföllum vegna vætuveðurs næstu daga vegna mikillar úrkomu. „Það eru tvö úrkomuskot að koma. Fyrsta kemur í kvöld og nótt og það seinna kemur eftir hádegi á morgun ef að spárnar sem við erum að miða við ganga eftir. Þá er þetta aðallega að leggjast yfir Strandir, en þar féll skriða á föstudagsmorgun,“ segir Unnur. „Síðan eru það Austfirðir og Suðausturland, þetta nær alveg frá Mjóafirði og niður að Öræfum þetta stóra úrkomusvæði og þetta er auðvitað bara svæði sem að við vitum að það falla oft skriður.“ Landið þoli töluvert mikla úrkomu og taki lengi við. „En þetta er bara búið að vera svo blautt sumar og jarðvegur er víða mettaður þannig það er ekkert hægt að útiloka að það falli skriður,“ segir Unnur. Hún hvetur fólk að vera á varðbergi á þekktum skriðusvæðum. „Sérstaklega þar sem vegakerfið þarna á Ströndum og á Austfjörðum og undir Mýrdalsjökli þarna á Suðurlandinu, það liggur mjög mikið undir bröttum hlíðum. Allar þessar jarðvegsskriður, aurskriður og grjóthrun, getur allt farið og náð vegum, það eru alveg dæmi um það í skriðugagnagrunninum okkar,“ útskýrir Unnur. Fólk láti vita ef það verður vart við skriðu Veðurstofan hefur ekki fengið upplýsingar um frekari skriðuföll um helgina fyrir utan þá sem féll í Árneshreppi á föstudag. „En við búumst alveg við því að eftir þetta úrkomuskot í nótt og eftir hádegi á morgun að það muni kannski eitthvað falla. Það er líka svo oft að skriðurnar falla kannski tólf klukkustundum eða jafnvel sólarhring eftir mestu úrkomuna, og þá getum við aldrei útilokað að skriðuhættuna þegar úrkoman er búin því þetta tekur stundum tíma að fara af stað,“ segir Unnur. Þá er von á öðru en minna úrkomuskoti á miðvikudaginn sem mun koma inn að landinu á svipuðum slóðum og það sem von er á á morgun. „Þannig við vitum ekki hvort að þetta muni jafnvel vara út vikuna. En við erum alla veganna alveg klár á því núna að þetta sé í dag og á morgun og jafnvel inn á þriðjudaginn,“ segir Unnur „Við viljum alltaf bara hvetja fólk til þess að láta okkur vita ef það sér skriður, skriðuföll í sínu nærumhverfi eða þegar það er að keyra og sér einhverjar litlar spýjur,“ segir Unnur, en hægt er að láta vita í gegnum vef Veðurstofunnar eða í síma 522-6000.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira