Þátttaka Khelif ekkert vandamál hjá rússneskum forseta fyrr en hún vann Rússa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 14:45 Imane Khelif ræðir við þjálfara sinn í fyrsta bardaganum á Ólympíuleikunum. Getty/Richard Pelham Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif hefur mátt þola harða gagnrýni úr mörgum áttum og það að vera rekin af miðju heimsmeistaramóti vegna ásakana um að hún væri karl að keppa í kvennaflokki. Málið hefur vakið upp svo mikið fjölmiðlafár að meira að segja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er farinn að nota það í pólitískum tilgangi. Khelif er samt kona, hún er alin upp sem kona, hefur alltaf keppt sem kona og er skráð sem kona í vegabréfi sínu. Alþjóðaólympíusambandið gerði heldur enga athugasemd við þátttöku hennar í kvennaflokki á leikunum í París. Keppnin í skugganum Hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París hefur verið í skugganum á þessu máli eftir að ítalska hnefaleikakonan Angela Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. „Ég hef aldrei verið slegin svona áður,“ sagði Carini eftir bardagann og neitaði að þakka þeirri alsírsku fyrir bardagann. Hún hefur seinna beðist afsökunar á því. Upphaf málsins má rekja til þeirra ákvörðunar Alþjóðahnefaleikasambandsins að reka Khelif úr keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. Forvitnuðust um hina alsírsku Khelif AP fréttastofan fjallar um málið og forvitnaðist meira um hina alsírsku Khelif. Kringumstæðurnar við brottvísun hennar voru mjög óvenjulegar og Khelif talaði sjálf um samsæri gegn sér. Það er margt sem rökstyður þá fullyrðingu eins og sjá má í grein AP. Khelif hafði nefnilega keppt mörgum sinnum án þess að nokkur gerði athugasemd við þátttöku hennar. Það var ekki fyrr en hún vann rússnesku hnefaleikakonuna Azalia Amineva á umræddu HM sem stjórnarmenn Alþjóðahnefaleikasambandsins risu upp og vísuðu henni úr keppni. Rússarnir ráða öllu Svo vill nú til að Rússinn Umar Kremlev ræður ríkjum hjá Alþjóðahnefaleikasambandinu og aðalstyrktaraðili þess er rússneski eldsneytis birgðarsalinn Gazprom. Sambandinu er nánast stjórnað frá Rússlandi. Kremlev hefur sjálfur tjáð sig um málið síðan Carini hætti keppni og ætlar að borga þeirri ítölsku jafnmikið og verðandi Ólympíumeistari fær í verðlaunafé. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Forseti IOC um boxmálið: Tökum ekki þátt í þessu pólitíska stríði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins. 3. ágúst 2024 14:00 Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. 3. ágúst 2024 09:01 Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Málið hefur vakið upp svo mikið fjölmiðlafár að meira að segja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er farinn að nota það í pólitískum tilgangi. Khelif er samt kona, hún er alin upp sem kona, hefur alltaf keppt sem kona og er skráð sem kona í vegabréfi sínu. Alþjóðaólympíusambandið gerði heldur enga athugasemd við þátttöku hennar í kvennaflokki á leikunum í París. Keppnin í skugganum Hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París hefur verið í skugganum á þessu máli eftir að ítalska hnefaleikakonan Angela Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. „Ég hef aldrei verið slegin svona áður,“ sagði Carini eftir bardagann og neitaði að þakka þeirri alsírsku fyrir bardagann. Hún hefur seinna beðist afsökunar á því. Upphaf málsins má rekja til þeirra ákvörðunar Alþjóðahnefaleikasambandsins að reka Khelif úr keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. Forvitnuðust um hina alsírsku Khelif AP fréttastofan fjallar um málið og forvitnaðist meira um hina alsírsku Khelif. Kringumstæðurnar við brottvísun hennar voru mjög óvenjulegar og Khelif talaði sjálf um samsæri gegn sér. Það er margt sem rökstyður þá fullyrðingu eins og sjá má í grein AP. Khelif hafði nefnilega keppt mörgum sinnum án þess að nokkur gerði athugasemd við þátttöku hennar. Það var ekki fyrr en hún vann rússnesku hnefaleikakonuna Azalia Amineva á umræddu HM sem stjórnarmenn Alþjóðahnefaleikasambandsins risu upp og vísuðu henni úr keppni. Rússarnir ráða öllu Svo vill nú til að Rússinn Umar Kremlev ræður ríkjum hjá Alþjóðahnefaleikasambandinu og aðalstyrktaraðili þess er rússneski eldsneytis birgðarsalinn Gazprom. Sambandinu er nánast stjórnað frá Rússlandi. Kremlev hefur sjálfur tjáð sig um málið síðan Carini hætti keppni og ætlar að borga þeirri ítölsku jafnmikið og verðandi Ólympíumeistari fær í verðlaunafé.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Forseti IOC um boxmálið: Tökum ekki þátt í þessu pólitíska stríði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins. 3. ágúst 2024 14:00 Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. 3. ágúst 2024 09:01 Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Forseti IOC um boxmálið: Tökum ekki þátt í þessu pólitíska stríði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins. 3. ágúst 2024 14:00
Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. 3. ágúst 2024 09:01
Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30
Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15
Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00
Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07