Tinna Björg lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram, einungis fjörutíu ára gömul. Í myndbandi Arons Einars sést að sæti á heimavelli Þórs í Þorpinu á Akureyri hefur verið merkt Tinnu henni til heiðurs.
„Þú ert ekki að missa af neinu hérna heima Aron minn, vertu úti eins lengi og þú getur og hefur heilsu í,“ sagði Tinna alltaf við mig þegar maður var farinn að sakna heim og tuða yfir löngu tímabili,“ skrifar Aron Einar í einlægri færslu.
„Ekki vissi ég samt að ég væri að missa tíma með þér! Ég er kominn heim í hamar heim þar sem allt þetta byrjaði og þar vil ég og á að enda. Þór er mitt lið og Hamar er minn staður,“ skrifar fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn.