Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 14:59 Imane Khelif bar sigur úr býtum gegn hinni ítölsku Angelu Carini í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París fyrr í dag. Ekki eru allir á eitt sáttir með að Khelif hafi fengið þátttökurétt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum eftir að henni var vikið af HM á síðasta ári fyrir að hafa ekki staðist kynjapróf. Vísir/EPA Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. Hin ítalska Angela Carini bað um að bardagi sinn við Khelif, á Ólympíuleikunum fyrr í dag, yrði stöðvaður eftir að aðeins 46 sekúndur höfðu liðið af honum. „Ég hef aldrei verið slegin svona áður,“ sagði Carini eftir bardagann. Khelif er ein tveggja keppenda til þess að fá leyfi til þess að keppa í flokki kvenna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa verið vikið frá keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra. Mót sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur. Khelif var dæmd úr keppni á heimsmeistaramótinu í hnefaleikum í fyrra, þar sem að hún keppti í veltivigtarflokki, eftir að hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til keppenda með kynjaprófi. En reglurnar koma í veg fyrir að íþróttamenn með XY-litninga keppi í kvennagreinum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) segir ástæðuna fyrir brottvísun Khelif frá keppni á heimsmeistaramótinu hafa stafað af of háu gildi testósterón hormóns í líkamsstarfsemi hennar. Álitamál eru uppi um hvort að Khelif sé Intersex einstaklingur. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Nánari fróðleik má nálgast á síðu Hinsegin frá A til Ö. sem og heimasíðu Intersex Ísland. Fékk nóg eftir 46 sekúndur Khelif, sem einnig keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó, mætti til leiks í annarri umferð hnefaleikakeppninnar á yfirstandandi Ólympíuleikum og mætti þar hinni ítölsku Angelu Carini. Eftir þrjátíu sekúndna bardaga og þungt högg í höfuð bað Carini um að hlé yrði gert á bardaganum til þess að hún gæti fengið þjálfara sinn til þess að laga höfuðvörn sína. Bardaginn hélt svo áfram í nokkrar sekúndur eftir það en þá fékk Carini annað þungt höfuðhögg frá Khelif og þá bað sú ítalska um að bardaginn yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu. Khelif slær frá sér í bardaganum fyrr í dagVísir/Getty Khelif var úrskurðuð sigurvegari bardagans. Skömmu áður en dómarinn lyfti hendi hinnar alsírsku og úrskurðaði hana sigurvegarann mátti heyra Carini segja „þetta er ekki réttlátt“ og í kjölfarið brotnaði sú ítalska niður í hringnum. „Ég er niðurbrotin,“ sagði Carini eftir bardagann en The Guardian greinir frá. „Ég steig inn í hringinn til þess að heiðra minningu föður míns. Ég hef oft fengið að heyra það að ég sé stríðskona en ég ákvað að hætta keppni heilsu minnar vegna. Ég hef aldrei verið slegin svona áður. Ég steig inn í hringinn til þess að berjast. Ég gafst ekki upp en eitt höggið særði mig of mikið þannig að ég kallaði þetta gott. Ég fer héðan og get borið höfuðið hátt.“ Khelif var úrskurðaður sigurvegari bardagans gegn Carini eftir að sú ítalska bað um að hann yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu.Vísir/EPA Ekki sömu kröfur gerðar til keppenda Khelif er komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum í París en uppákoman í morgun hefur vakið upp spurningar og gagnrýni í garð Alþjóðaólympíunefndarinnar fyrir að veita Khelif, sem og Lin Yu-ting frá Taívan, sem einnig var vikið frá HM í fyrra, keppnisleyfi á Ólympíuleikunum. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA), sem sér um skipulagningu á heimsmeistaramótinu sem Khelif og Lin var vikið af í fyrra, kemur ekki að keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. Nýverið gaf sambandið út yfirlýsingu þar sem það furðaði sig á því að Khelif og Lin hafi fengið keppnisleyfi í flokki kvenna á Ólympíuleikunum í París. Carini féll niður á hné og brotnaði saman eftir bardagann.Vísir/Getty Khelif hafi staðist allar kröfur IBA var svipt yfirumsjón með hnefaleikum á Ólympíuleikunum af Alþjóðaólympíunefndinni eftir að sambandinu mistókst að koma á umbótum á stjórnarháttum sínum, fjármálum og siðferðislegum álitamálum sem upp höfðu komið. Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur varið ákvörðun nefndarinnar að veita Khelif og Lin keppnisleyfi í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. „Allar sem keppa í kvennaflokki hafa uppfyllt öll okkar viðmið um keppnishæfi í flokknum,“ hefur Adams látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Ólympíusamband Alsír fordæmir þær „tilhæfulausu árásir“ sem nefndin segir Khelif hafa orðið fyrir. Þá furðar Eugenia Roccella, fjölskyldu- og jafnréttismálaráðherra Ítalíu, sig á því ekki séu við lýði ákveðin og ströng samræmd viðmið um keppni og keppnishæfi í hnefaleikum á alþjóðavettvangi. Fulltrúar, sem Alþjóðaólympíunefndin skipaði sjálf, sjá um keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París og segjast þeir styðjast við reglubók sem farið var eftir í keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum árið 2016 í Rio de Janeiro. Ólympíuleikar 2024 í París Box Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Hin ítalska Angela Carini bað um að bardagi sinn við Khelif, á Ólympíuleikunum fyrr í dag, yrði stöðvaður eftir að aðeins 46 sekúndur höfðu liðið af honum. „Ég hef aldrei verið slegin svona áður,“ sagði Carini eftir bardagann. Khelif er ein tveggja keppenda til þess að fá leyfi til þess að keppa í flokki kvenna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa verið vikið frá keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra. Mót sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur. Khelif var dæmd úr keppni á heimsmeistaramótinu í hnefaleikum í fyrra, þar sem að hún keppti í veltivigtarflokki, eftir að hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til keppenda með kynjaprófi. En reglurnar koma í veg fyrir að íþróttamenn með XY-litninga keppi í kvennagreinum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) segir ástæðuna fyrir brottvísun Khelif frá keppni á heimsmeistaramótinu hafa stafað af of háu gildi testósterón hormóns í líkamsstarfsemi hennar. Álitamál eru uppi um hvort að Khelif sé Intersex einstaklingur. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Nánari fróðleik má nálgast á síðu Hinsegin frá A til Ö. sem og heimasíðu Intersex Ísland. Fékk nóg eftir 46 sekúndur Khelif, sem einnig keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó, mætti til leiks í annarri umferð hnefaleikakeppninnar á yfirstandandi Ólympíuleikum og mætti þar hinni ítölsku Angelu Carini. Eftir þrjátíu sekúndna bardaga og þungt högg í höfuð bað Carini um að hlé yrði gert á bardaganum til þess að hún gæti fengið þjálfara sinn til þess að laga höfuðvörn sína. Bardaginn hélt svo áfram í nokkrar sekúndur eftir það en þá fékk Carini annað þungt höfuðhögg frá Khelif og þá bað sú ítalska um að bardaginn yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu. Khelif slær frá sér í bardaganum fyrr í dagVísir/Getty Khelif var úrskurðuð sigurvegari bardagans. Skömmu áður en dómarinn lyfti hendi hinnar alsírsku og úrskurðaði hana sigurvegarann mátti heyra Carini segja „þetta er ekki réttlátt“ og í kjölfarið brotnaði sú ítalska niður í hringnum. „Ég er niðurbrotin,“ sagði Carini eftir bardagann en The Guardian greinir frá. „Ég steig inn í hringinn til þess að heiðra minningu föður míns. Ég hef oft fengið að heyra það að ég sé stríðskona en ég ákvað að hætta keppni heilsu minnar vegna. Ég hef aldrei verið slegin svona áður. Ég steig inn í hringinn til þess að berjast. Ég gafst ekki upp en eitt höggið særði mig of mikið þannig að ég kallaði þetta gott. Ég fer héðan og get borið höfuðið hátt.“ Khelif var úrskurðaður sigurvegari bardagans gegn Carini eftir að sú ítalska bað um að hann yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu.Vísir/EPA Ekki sömu kröfur gerðar til keppenda Khelif er komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum í París en uppákoman í morgun hefur vakið upp spurningar og gagnrýni í garð Alþjóðaólympíunefndarinnar fyrir að veita Khelif, sem og Lin Yu-ting frá Taívan, sem einnig var vikið frá HM í fyrra, keppnisleyfi á Ólympíuleikunum. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA), sem sér um skipulagningu á heimsmeistaramótinu sem Khelif og Lin var vikið af í fyrra, kemur ekki að keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. Nýverið gaf sambandið út yfirlýsingu þar sem það furðaði sig á því að Khelif og Lin hafi fengið keppnisleyfi í flokki kvenna á Ólympíuleikunum í París. Carini féll niður á hné og brotnaði saman eftir bardagann.Vísir/Getty Khelif hafi staðist allar kröfur IBA var svipt yfirumsjón með hnefaleikum á Ólympíuleikunum af Alþjóðaólympíunefndinni eftir að sambandinu mistókst að koma á umbótum á stjórnarháttum sínum, fjármálum og siðferðislegum álitamálum sem upp höfðu komið. Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur varið ákvörðun nefndarinnar að veita Khelif og Lin keppnisleyfi í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. „Allar sem keppa í kvennaflokki hafa uppfyllt öll okkar viðmið um keppnishæfi í flokknum,“ hefur Adams látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Ólympíusamband Alsír fordæmir þær „tilhæfulausu árásir“ sem nefndin segir Khelif hafa orðið fyrir. Þá furðar Eugenia Roccella, fjölskyldu- og jafnréttismálaráðherra Ítalíu, sig á því ekki séu við lýði ákveðin og ströng samræmd viðmið um keppni og keppnishæfi í hnefaleikum á alþjóðavettvangi. Fulltrúar, sem Alþjóðaólympíunefndin skipaði sjálf, sjá um keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París og segjast þeir styðjast við reglubók sem farið var eftir í keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum árið 2016 í Rio de Janeiro.
Ólympíuleikar 2024 í París Box Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira