Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 14:59 Imane Khelif bar sigur úr býtum gegn hinni ítölsku Angelu Carini í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París fyrr í dag. Ekki eru allir á eitt sáttir með að Khelif hafi fengið þátttökurétt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum eftir að henni var vikið af HM á síðasta ári fyrir að hafa ekki staðist kynjapróf. Vísir/EPA Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. Hin ítalska Angela Carini bað um að bardagi sinn við Khelif, á Ólympíuleikunum fyrr í dag, yrði stöðvaður eftir að aðeins 46 sekúndur höfðu liðið af honum. „Ég hef aldrei verið slegin svona áður,“ sagði Carini eftir bardagann. Khelif er ein tveggja keppenda til þess að fá leyfi til þess að keppa í flokki kvenna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa verið vikið frá keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra. Mót sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur. Khelif var dæmd úr keppni á heimsmeistaramótinu í hnefaleikum í fyrra, þar sem að hún keppti í veltivigtarflokki, eftir að hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til keppenda með kynjaprófi. En reglurnar koma í veg fyrir að íþróttamenn með XY-litninga keppi í kvennagreinum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) segir ástæðuna fyrir brottvísun Khelif frá keppni á heimsmeistaramótinu hafa stafað af of háu gildi testósterón hormóns í líkamsstarfsemi hennar. Álitamál eru uppi um hvort að Khelif sé Intersex einstaklingur. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Nánari fróðleik má nálgast á síðu Hinsegin frá A til Ö. sem og heimasíðu Intersex Ísland. Fékk nóg eftir 46 sekúndur Khelif, sem einnig keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó, mætti til leiks í annarri umferð hnefaleikakeppninnar á yfirstandandi Ólympíuleikum og mætti þar hinni ítölsku Angelu Carini. Eftir þrjátíu sekúndna bardaga og þungt högg í höfuð bað Carini um að hlé yrði gert á bardaganum til þess að hún gæti fengið þjálfara sinn til þess að laga höfuðvörn sína. Bardaginn hélt svo áfram í nokkrar sekúndur eftir það en þá fékk Carini annað þungt höfuðhögg frá Khelif og þá bað sú ítalska um að bardaginn yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu. Khelif slær frá sér í bardaganum fyrr í dagVísir/Getty Khelif var úrskurðuð sigurvegari bardagans. Skömmu áður en dómarinn lyfti hendi hinnar alsírsku og úrskurðaði hana sigurvegarann mátti heyra Carini segja „þetta er ekki réttlátt“ og í kjölfarið brotnaði sú ítalska niður í hringnum. „Ég er niðurbrotin,“ sagði Carini eftir bardagann en The Guardian greinir frá. „Ég steig inn í hringinn til þess að heiðra minningu föður míns. Ég hef oft fengið að heyra það að ég sé stríðskona en ég ákvað að hætta keppni heilsu minnar vegna. Ég hef aldrei verið slegin svona áður. Ég steig inn í hringinn til þess að berjast. Ég gafst ekki upp en eitt höggið særði mig of mikið þannig að ég kallaði þetta gott. Ég fer héðan og get borið höfuðið hátt.“ Khelif var úrskurðaður sigurvegari bardagans gegn Carini eftir að sú ítalska bað um að hann yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu.Vísir/EPA Ekki sömu kröfur gerðar til keppenda Khelif er komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum í París en uppákoman í morgun hefur vakið upp spurningar og gagnrýni í garð Alþjóðaólympíunefndarinnar fyrir að veita Khelif, sem og Lin Yu-ting frá Taívan, sem einnig var vikið frá HM í fyrra, keppnisleyfi á Ólympíuleikunum. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA), sem sér um skipulagningu á heimsmeistaramótinu sem Khelif og Lin var vikið af í fyrra, kemur ekki að keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. Nýverið gaf sambandið út yfirlýsingu þar sem það furðaði sig á því að Khelif og Lin hafi fengið keppnisleyfi í flokki kvenna á Ólympíuleikunum í París. Carini féll niður á hné og brotnaði saman eftir bardagann.Vísir/Getty Khelif hafi staðist allar kröfur IBA var svipt yfirumsjón með hnefaleikum á Ólympíuleikunum af Alþjóðaólympíunefndinni eftir að sambandinu mistókst að koma á umbótum á stjórnarháttum sínum, fjármálum og siðferðislegum álitamálum sem upp höfðu komið. Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur varið ákvörðun nefndarinnar að veita Khelif og Lin keppnisleyfi í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. „Allar sem keppa í kvennaflokki hafa uppfyllt öll okkar viðmið um keppnishæfi í flokknum,“ hefur Adams látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Ólympíusamband Alsír fordæmir þær „tilhæfulausu árásir“ sem nefndin segir Khelif hafa orðið fyrir. Þá furðar Eugenia Roccella, fjölskyldu- og jafnréttismálaráðherra Ítalíu, sig á því ekki séu við lýði ákveðin og ströng samræmd viðmið um keppni og keppnishæfi í hnefaleikum á alþjóðavettvangi. Fulltrúar, sem Alþjóðaólympíunefndin skipaði sjálf, sjá um keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París og segjast þeir styðjast við reglubók sem farið var eftir í keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum árið 2016 í Rio de Janeiro. Ólympíuleikar 2024 í París Box Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Hin ítalska Angela Carini bað um að bardagi sinn við Khelif, á Ólympíuleikunum fyrr í dag, yrði stöðvaður eftir að aðeins 46 sekúndur höfðu liðið af honum. „Ég hef aldrei verið slegin svona áður,“ sagði Carini eftir bardagann. Khelif er ein tveggja keppenda til þess að fá leyfi til þess að keppa í flokki kvenna í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa verið vikið frá keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra. Mót sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur. Khelif var dæmd úr keppni á heimsmeistaramótinu í hnefaleikum í fyrra, þar sem að hún keppti í veltivigtarflokki, eftir að hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til keppenda með kynjaprófi. En reglurnar koma í veg fyrir að íþróttamenn með XY-litninga keppi í kvennagreinum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) segir ástæðuna fyrir brottvísun Khelif frá keppni á heimsmeistaramótinu hafa stafað af of háu gildi testósterón hormóns í líkamsstarfsemi hennar. Álitamál eru uppi um hvort að Khelif sé Intersex einstaklingur. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Nánari fróðleik má nálgast á síðu Hinsegin frá A til Ö. sem og heimasíðu Intersex Ísland. Fékk nóg eftir 46 sekúndur Khelif, sem einnig keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó, mætti til leiks í annarri umferð hnefaleikakeppninnar á yfirstandandi Ólympíuleikum og mætti þar hinni ítölsku Angelu Carini. Eftir þrjátíu sekúndna bardaga og þungt högg í höfuð bað Carini um að hlé yrði gert á bardaganum til þess að hún gæti fengið þjálfara sinn til þess að laga höfuðvörn sína. Bardaginn hélt svo áfram í nokkrar sekúndur eftir það en þá fékk Carini annað þungt höfuðhögg frá Khelif og þá bað sú ítalska um að bardaginn yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu. Khelif slær frá sér í bardaganum fyrr í dagVísir/Getty Khelif var úrskurðuð sigurvegari bardagans. Skömmu áður en dómarinn lyfti hendi hinnar alsírsku og úrskurðaði hana sigurvegarann mátti heyra Carini segja „þetta er ekki réttlátt“ og í kjölfarið brotnaði sú ítalska niður í hringnum. „Ég er niðurbrotin,“ sagði Carini eftir bardagann en The Guardian greinir frá. „Ég steig inn í hringinn til þess að heiðra minningu föður míns. Ég hef oft fengið að heyra það að ég sé stríðskona en ég ákvað að hætta keppni heilsu minnar vegna. Ég hef aldrei verið slegin svona áður. Ég steig inn í hringinn til þess að berjast. Ég gafst ekki upp en eitt höggið særði mig of mikið þannig að ég kallaði þetta gott. Ég fer héðan og get borið höfuðið hátt.“ Khelif var úrskurðaður sigurvegari bardagans gegn Carini eftir að sú ítalska bað um að hann yrði stöðvaður eftir að 46 sekúndur höfðu liðið af fyrstu lotu.Vísir/EPA Ekki sömu kröfur gerðar til keppenda Khelif er komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum í París en uppákoman í morgun hefur vakið upp spurningar og gagnrýni í garð Alþjóðaólympíunefndarinnar fyrir að veita Khelif, sem og Lin Yu-ting frá Taívan, sem einnig var vikið frá HM í fyrra, keppnisleyfi á Ólympíuleikunum. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA), sem sér um skipulagningu á heimsmeistaramótinu sem Khelif og Lin var vikið af í fyrra, kemur ekki að keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. Nýverið gaf sambandið út yfirlýsingu þar sem það furðaði sig á því að Khelif og Lin hafi fengið keppnisleyfi í flokki kvenna á Ólympíuleikunum í París. Carini féll niður á hné og brotnaði saman eftir bardagann.Vísir/Getty Khelif hafi staðist allar kröfur IBA var svipt yfirumsjón með hnefaleikum á Ólympíuleikunum af Alþjóðaólympíunefndinni eftir að sambandinu mistókst að koma á umbótum á stjórnarháttum sínum, fjármálum og siðferðislegum álitamálum sem upp höfðu komið. Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur varið ákvörðun nefndarinnar að veita Khelif og Lin keppnisleyfi í hnefaleikum á Ólympíuleikunum. „Allar sem keppa í kvennaflokki hafa uppfyllt öll okkar viðmið um keppnishæfi í flokknum,“ hefur Adams látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Ólympíusamband Alsír fordæmir þær „tilhæfulausu árásir“ sem nefndin segir Khelif hafa orðið fyrir. Þá furðar Eugenia Roccella, fjölskyldu- og jafnréttismálaráðherra Ítalíu, sig á því ekki séu við lýði ákveðin og ströng samræmd viðmið um keppni og keppnishæfi í hnefaleikum á alþjóðavettvangi. Fulltrúar, sem Alþjóðaólympíunefndin skipaði sjálf, sjá um keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París og segjast þeir styðjast við reglubók sem farið var eftir í keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum árið 2016 í Rio de Janeiro.
Ólympíuleikar 2024 í París Box Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira