Óeirð á hjúkrunarheimilum vegna endalausra íþrótta á RÚV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2024 17:08 Á myndinni er hjúkrunarheimilið Grund og höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir. Kvöldfréttirnar á RÚV hafa verið klukkan 21 í sumar í stað hefbundna tímans kl 19. Sú tilfærsla var gerð svo að RÚV gæti sýnt frá leikjum evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum á aðalrásinni fram eftir kvöldi. „Já það hefur skapast svolítil óeirð af því að fólk er vant sinni rútínu, og það vill bara fá sínar fréttir klukkan sjö,“ segir kona sem vinnur á hjúkrunarheimili í Reykjavík. „Þetta er kannski fólk sem er ekki með besta skammtímaminnið, en maður þarf að minna þau á það á nokkurra mínútna fresti af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö,“ segir hún. Hápunktur dagsins að horfa á kvöldfréttir Margir íbúar heimilisins eru harðir fréttaaðdáendur, og það hlakkar alltaf í þeim á daginn meðan þau bíða eftir kvöldfréttunum. „Þetta er hápunktur dagsins hjá nokkrum íbúum að horfa á kvöldfréttir,“ segir hún. Íbúar safnist alltaf saman í setustofunni eftir kvöldmat, fái sér ávexti og áþreyfanleg tilhlökkun sé í loftinu eftir kvöldfréttunum. Þetta er hátíðleg stund, segir hún. En þá hefst spurningaflóðið: „Eru ekki fréttir klukkan sjö?“ „Og þá þarf maður að útskýra það aftur og aftur af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö, og sumir strunsa út úr stofunni í fýlu.“ Hún segir að tímasetningin klukkan níu sé alls ekki heppileg, en margir íbúar heimilisins séu þá að fara í háttinn. Sumir vilja horfa á íþróttirnar Við þessum vanda er engin einföld lausn eins og að skipta um rás eða setja einhvern þátt í gang. Fólkið vill sínar fréttir, og þar að auki vilja sumir horfa á íþróttirnar sem eru í gangi. Þannig ríkir óeining um hlut sem áður var mikil sátt um, hvað skuli vera í sjónvarpinu eftir kvöldmat. Japanir að keppa í badminton. Nú er sýnt frá ólympíuleikunum á RÚV fram eftir kvöldi, en fyrr í sumar var það evrópumótið í knattspyrnu, sem var á dagskrá í stað kvöldfrétta.AP „Maður stendur bara þarna einn með fjarstýringuna og það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ég hef mikið vald, ég er með þessa fjarstýringu og þarf að reyna þóknast öllum, og get það bara alls ekki,“ segir hún. Vilja bara RÚV En væri ekki ágæt lausn við þessu að horfa bara á kvöldfréttir Stöðvar 2 í staðinn? „Nei því það er ekki RÚV. Þau vilja mörg bara RÚV, það er ekkert flóknara en það,“ segir hún. Starfsfólkið setji þó stundum kvöldfréttir Stöðvar 2 í gang, en þá spyrja sumir íbúar, „Af hverju er Stöð 2 í gangi?“ Íbúar heimilisins eru miklir aðdáendur ríkisútvarpsins.RÚV Sumir kippi sér auðvitað ekkert upp við það að horfa á annað en RÚV, en margir íbúar séu „harkalegir RÚV-menn“ og lítið sé við því að gera. Treystir sér ekki í slaginn við fjarstýringuna Margir eldri borgarar búa við það að ráða yfir eigin sjónvarpi, hvort sem það er inni á eigin herbergi á hjúkrunarheimili eða á heimili sínu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir aldraða móður sína langþreytta á endalausri íþróttadagskrá RÚV, en hún býr ekki yfir tæknilegu færninni sem þarf til að skipta um rás. Steinunn segir sjónvarp og útvarp mikilvæga afþreyingu fyrir móður hennar, en í sumar hafi hún þó varla kveikt á sjónvarpinu vegna endalausra íþrótta sem þar eru á dagskrá. Móðirin treystir sér ekki í flóknari slag við fjarstýringuna, og getur því ekki nýtt sér sarpinn eða neitt svoleiðis, sem gert er ráð fyrir að fólk geri. „Bankar og fjölmiðlar gera allir ráð fyrir því að við séum öll mjög tæknivædd og koma illa fram við elsta hópinn.“ segir Steinunn. Henni finnst ákvörðun RÚV sérstök, fólk geti ekki horft á neitt nema íþróttir í allt sumar. „Fyrir hönd [móður minnar] langar mig að hvetja RÚV til að færa þessar íþróttir yfir á RÚV 2 og hafa eitthvað almennilegt fyrir þau sem þurfa á efninu að halda,“ segir Steinunn. Ríkisútvarpið Hjúkrunarheimili Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvöldfréttirnar á RÚV hafa verið klukkan 21 í sumar í stað hefbundna tímans kl 19. Sú tilfærsla var gerð svo að RÚV gæti sýnt frá leikjum evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum á aðalrásinni fram eftir kvöldi. „Já það hefur skapast svolítil óeirð af því að fólk er vant sinni rútínu, og það vill bara fá sínar fréttir klukkan sjö,“ segir kona sem vinnur á hjúkrunarheimili í Reykjavík. „Þetta er kannski fólk sem er ekki með besta skammtímaminnið, en maður þarf að minna þau á það á nokkurra mínútna fresti af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö,“ segir hún. Hápunktur dagsins að horfa á kvöldfréttir Margir íbúar heimilisins eru harðir fréttaaðdáendur, og það hlakkar alltaf í þeim á daginn meðan þau bíða eftir kvöldfréttunum. „Þetta er hápunktur dagsins hjá nokkrum íbúum að horfa á kvöldfréttir,“ segir hún. Íbúar safnist alltaf saman í setustofunni eftir kvöldmat, fái sér ávexti og áþreyfanleg tilhlökkun sé í loftinu eftir kvöldfréttunum. Þetta er hátíðleg stund, segir hún. En þá hefst spurningaflóðið: „Eru ekki fréttir klukkan sjö?“ „Og þá þarf maður að útskýra það aftur og aftur af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö, og sumir strunsa út úr stofunni í fýlu.“ Hún segir að tímasetningin klukkan níu sé alls ekki heppileg, en margir íbúar heimilisins séu þá að fara í háttinn. Sumir vilja horfa á íþróttirnar Við þessum vanda er engin einföld lausn eins og að skipta um rás eða setja einhvern þátt í gang. Fólkið vill sínar fréttir, og þar að auki vilja sumir horfa á íþróttirnar sem eru í gangi. Þannig ríkir óeining um hlut sem áður var mikil sátt um, hvað skuli vera í sjónvarpinu eftir kvöldmat. Japanir að keppa í badminton. Nú er sýnt frá ólympíuleikunum á RÚV fram eftir kvöldi, en fyrr í sumar var það evrópumótið í knattspyrnu, sem var á dagskrá í stað kvöldfrétta.AP „Maður stendur bara þarna einn með fjarstýringuna og það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ég hef mikið vald, ég er með þessa fjarstýringu og þarf að reyna þóknast öllum, og get það bara alls ekki,“ segir hún. Vilja bara RÚV En væri ekki ágæt lausn við þessu að horfa bara á kvöldfréttir Stöðvar 2 í staðinn? „Nei því það er ekki RÚV. Þau vilja mörg bara RÚV, það er ekkert flóknara en það,“ segir hún. Starfsfólkið setji þó stundum kvöldfréttir Stöðvar 2 í gang, en þá spyrja sumir íbúar, „Af hverju er Stöð 2 í gangi?“ Íbúar heimilisins eru miklir aðdáendur ríkisútvarpsins.RÚV Sumir kippi sér auðvitað ekkert upp við það að horfa á annað en RÚV, en margir íbúar séu „harkalegir RÚV-menn“ og lítið sé við því að gera. Treystir sér ekki í slaginn við fjarstýringuna Margir eldri borgarar búa við það að ráða yfir eigin sjónvarpi, hvort sem það er inni á eigin herbergi á hjúkrunarheimili eða á heimili sínu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir aldraða móður sína langþreytta á endalausri íþróttadagskrá RÚV, en hún býr ekki yfir tæknilegu færninni sem þarf til að skipta um rás. Steinunn segir sjónvarp og útvarp mikilvæga afþreyingu fyrir móður hennar, en í sumar hafi hún þó varla kveikt á sjónvarpinu vegna endalausra íþrótta sem þar eru á dagskrá. Móðirin treystir sér ekki í flóknari slag við fjarstýringuna, og getur því ekki nýtt sér sarpinn eða neitt svoleiðis, sem gert er ráð fyrir að fólk geri. „Bankar og fjölmiðlar gera allir ráð fyrir því að við séum öll mjög tæknivædd og koma illa fram við elsta hópinn.“ segir Steinunn. Henni finnst ákvörðun RÚV sérstök, fólk geti ekki horft á neitt nema íþróttir í allt sumar. „Fyrir hönd [móður minnar] langar mig að hvetja RÚV til að færa þessar íþróttir yfir á RÚV 2 og hafa eitthvað almennilegt fyrir þau sem þurfa á efninu að halda,“ segir Steinunn.
Ríkisútvarpið Hjúkrunarheimili Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent