Enn mikið vatn í ám þótt dregið hafi úr rigningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2024 12:19 Jökullinn er nú að „jafna sig“. Vísir/Vilhelm Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að Mýrdalsjökull sé tekinn að jafna sig eftir hlaup. Enn er mikið vatn í ám þar sem ferðafólk hefur lent í vandræðum, þrátt fyrir að dregið hafi úr úrkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur dregið úr virkni í Mýrdalsjökli, en áfram er innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum að sumri til, en slík hlaup geta skapað hættu við Kötlujökul að sögn náttúruvársérfræðings. „Rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega síðasta sólarhringinn, og skjálftavirkni líka. Við sjáum engin merki um hlaupóróa síðasta sólarhringinn og mælingar benda til þess að jökullinn sé að jafna sig eftir jökulhlaupið og nálgast það sem kallast eðlileg bakgrunnsvirkni,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur. Fluglitakóði fyrir Kötlu var tímabundið settur á gulan, en hefur verið færður aftur niður á grænan. Vatnavextir hafa verið víðar, til að mynda í Hólmsá og Krossá. ar sem björgunarsveitir hafa þurft að aðstoða ferðamenn og snúa ökumönnum vanbúinna bíla við. Fólk kynni sér aðstæður vel Mikið hefur rignt síðustu daga. „Það er uppsöfnuð úrkoma, sem er enn að skila sér í árnar. Þess vegna er enn að bætast í þessar ár og fólk þarf að sýna aðgát og ekki henda sér út í eitthvað sem það treystir sér eða farartæki sínu ekki úti í, og skoða aðstæður vel bæði hjá Vegagerðinnig og á Veður.is.“ Er þá útlit fyrir að það veðri ennþá svolítið af vatni í þessum ám? „Já, það tekur svolítinn tíma áður en það nær niður á núllið, eða eðlilega vatnshæð á þessu svæði.“ Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Engin merki um hlaupóróa lengur Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin. 29. júlí 2024 11:27 Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir. 29. júlí 2024 09:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur dregið úr virkni í Mýrdalsjökli, en áfram er innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum að sumri til, en slík hlaup geta skapað hættu við Kötlujökul að sögn náttúruvársérfræðings. „Rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega síðasta sólarhringinn, og skjálftavirkni líka. Við sjáum engin merki um hlaupóróa síðasta sólarhringinn og mælingar benda til þess að jökullinn sé að jafna sig eftir jökulhlaupið og nálgast það sem kallast eðlileg bakgrunnsvirkni,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur. Fluglitakóði fyrir Kötlu var tímabundið settur á gulan, en hefur verið færður aftur niður á grænan. Vatnavextir hafa verið víðar, til að mynda í Hólmsá og Krossá. ar sem björgunarsveitir hafa þurft að aðstoða ferðamenn og snúa ökumönnum vanbúinna bíla við. Fólk kynni sér aðstæður vel Mikið hefur rignt síðustu daga. „Það er uppsöfnuð úrkoma, sem er enn að skila sér í árnar. Þess vegna er enn að bætast í þessar ár og fólk þarf að sýna aðgát og ekki henda sér út í eitthvað sem það treystir sér eða farartæki sínu ekki úti í, og skoða aðstæður vel bæði hjá Vegagerðinnig og á Veður.is.“ Er þá útlit fyrir að það veðri ennþá svolítið af vatni í þessum ám? „Já, það tekur svolítinn tíma áður en það nær niður á núllið, eða eðlilega vatnshæð á þessu svæði.“
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Engin merki um hlaupóróa lengur Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin. 29. júlí 2024 11:27 Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir. 29. júlí 2024 09:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47
Engin merki um hlaupóróa lengur Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin. 29. júlí 2024 11:27
Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir. 29. júlí 2024 09:45