Einn besti dagur sumarsins í Reykjavík um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:13 Stærsta ferðahelgi ársins er fram undan en sumarblíðuna verður líklega helst að finna á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Vilhelm Það stefnir í einn besta dag sumarsins í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Enn önnur lægðin er við landið og veldur rigningu og hlýjum blæstri um næstu helgi. Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“ Veður Ferðalög Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“
Veður Ferðalög Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira