Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 28. júlí 2024 13:01 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Hlaupið er stærra en hlaupið árið 2011 sem taldist þá óvenjustórt. Sveinbjörn Darri Matthíasson Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en fundur verður um áframhaldið með Veðurstofunni klukkan tvö í dag. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hlaupið í rénun. „Hlaupið er enn þá í gangi, það er hlaupvatn í Skálm og það mun vera í einhvern smá tíma í viðbót en vatnshæðin er mun lægri heldur en var áður. Þetta er svona nánast búið þannig séð. Svo er enn þá smávægilegt hlaup í Emstra og Markarfljóti.“ Hann segir að hlaupið í gær hafi verið óvenjustórt og í raun tvö hlaup í einu. Það líti út fyrir að vera stærra heldur en stóra hlaupið sem var í Múlakvísl árið 2011.Nokkrir skjálftar voru í Mýrdalsjökli í morgun en öllum óróa og skjálftavirkni á svæðinu sé lokið. „Hvað tekur svo við vitum við náttúrlega ekki nákvæmlega, hvort þetta hafi einhver áhrif áfram næstu daga,“ segir Böðvar. Tekur tíma fyrir rennsli að komast í eðlilegt horf Vatnshæð og rafleiðni í Skálm hefur minnkað talsvert síðan í gær og dregur því úr áhrifum hlaupsins sem kom undan Sandfellsjökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Engin merki sjást um hlaupvatn í Jökulsá á Sólheimasandi eða Múlakvísl, af því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Undir morgun mældust nokkrir skjálftar undir jöklinum, sá stærsti um 2,9 að stærð um klukkan 6. Engin breyting varð á óróa í kjölfarið. Ef engin frekari skjálftavirkni eða hlaupórói mælist er ekki er von á frekari hlaupum undan Mýrdalsjökli að svo stöddu. Nokkrir dagar geta liðið þangað til rennslið í ánna Skálm kemst í eðlilegt horf miðað við árstíma, að sögn Veðurstofunnar. Má búast við því að virkni í Mýrdalsjökli haldist há með skjálftavirkni og tíðum minni jökulhlaupum í ár sem renna úr jöklinum, líkt og gerðist í kjölfar stóra hlaupsins sem var í Múlakvísl 2011. Leita skýringa en engin merki um eldgos Líkt og áður segir er um óvenjustórt hlaup að ræða á þessum slóðum en sérfræðingar segja erfitt að fullyrða um það að svo stöddu hvað olli því að svo mikið hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli. „Það er þó ljóst að talsverð virkni hefur verið í norðurenda Kötluöskjunnar og olli því að hlaupvatn kom undan Mýrdalsjökli bæði vestan megin og austan megin. Á gervitunglamyndum sést að sig hefur orðið í þekktum hlaupkötlum á Mýrdalsjökli. Það er hins vegar óljóst hvað veldur því að þetta mikið hlaupvatn ryðst fram niður í Skálm á þetta skömmum tíma,“ segir á vef Veðurstofunnar. Miðað við fyrsta mat af umfangi hlaupsins í Skálm sé um margfalt meira magn vatns að ræða en í hefðbundnu hlaupi úr jöklinum. Engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar sem bendi til að eldgos hafi orsakað jökulhlaup að þessu sinni.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28. júlí 2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28. júlí 2024 11:53
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28. júlí 2024 08:33
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27. júlí 2024 22:57