Meiðslamartröð Man Utd heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 10:21 Byrjunarlið Manchester United í nótt. Manchester United Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur. Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira