Skipuleggjendur Druslugöngunnar þurftu fljótlega að loka fyrir innsendingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2024 11:30 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í tólfta skipti. Aðsend Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmana og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið. Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“ Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“
Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira