Skipuleggjendur Druslugöngunnar þurftu fljótlega að loka fyrir innsendingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2024 11:30 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í tólfta skipti. Aðsend Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmana og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið. Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“ Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira
Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“
Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira