Allt á fullri ferð á Húsavík um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2024 13:00 Páll Óskar tróð upp á Mærudögum síðasta árs. Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju. Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga. Norðurþing Mest lesið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Jóladrottningin stal senunni Jól Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Lífið samstarf Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Lífið Sandra heitir ekki Barilli Lífið Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga.
Norðurþing Mest lesið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Jóladrottningin stal senunni Jól Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Lífið samstarf Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Lífið Sandra heitir ekki Barilli Lífið Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira