Segir tíð lyfjapróf á kínversku sundfólki hluta af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 11:31 Qin Haiyang setti heimsmet í tvö hundruð metra bringusundi á HM í fyrra. Þar vann hann gull í fimmtíu, hundrað og tvö hundruð metra bringusundi, eitthvað sem enginn hafði áður afrekað. getty/Dimitris Mantzouranis Qin Haiyang, heimsmethafi í tvö hundruð metra bringusundi, er pirraður á tíðum lyfjaprófum á Ólympíuleikunum í París og sakar þá sem standa fyrir þeim um að vera hluti af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna um að leggja stein í götu Kínverja. Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn