Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 19:18 Myndin er úr safni. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna. Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna.
Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira