Sluppu furðuvel frá heimsókn hesta á golfvöllinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 09:22 Kylfingar sem ætluðu að æfa sig í að pútta á Hlíðavelli í morgun settu ef til vill upp skeifu þegar þeir sáu ástandið á æfingaflötinni. Hófför liggja þar þvers og kruss eftir hrossin sem spókuðu sig á vellinum í gærkvöldi. Ágúst Jensson Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog. Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt. Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt.
Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira