„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 24. júlí 2024 20:45 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var gott sem orðlaus eftir úrslit kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. „Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Það er bara galið að við fáum ekkert út úr þessum leik. Þá sjaldan sem við tölum um ósanngjörn úrslit þá er það sannarlega úrslitin í dag. FH-liðið var mun betra í þessum leik og bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik, galið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Leikurinn var hraður og opinn. Liðin skiptust á að sækja og fengu Hafnfirðingar mörg hættuleg færi til að jafna og síðan til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki. „Það var markmaðurinn í markinu sem við réðum ekki nægilega vel við. Hún [Erin McLeod] varði og hélt þeim algjörlega á floti. Við komum okkur í mjög álitlegar stöður, hún varði einn á móti einum í tví- eða þrígang. Svo skot í stöngina og það er ótrúlega sárt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Guðni. „Ég held að allir sem sáu þetta geta verið sammála um það að þetta er með betri frammistöðum FH-liðsins í sumar. Fyrri hálfleikur var fínn en seinni hálfleikur, við algjörlega „dómineruðum“ hann frá upphafi.“ Fyrri hálfleikur var markalaus en Stjarnan komst yfir á 63. mínútu eftir að FH hafði tapað boltanum á miðjum vellinum. „Fáum á okkur mark eftir einstaklingsmistök og mér fannst leikur liðsins riðlast svo lítið eftir það, í tíu mínútur eða korter, komum svo til baka og jöfnuðum, sanngjarnt. Við áttum síðan að skora náttúrulega og koma okkur yfir en þær skora svo í andlitið á okkur úr svona ‚transition' sem ég var búinn að tala um fyrir leik. Á þeim tímapunkti var leikurinn mjög opinn því að bæði lið vildu og þurftu sigur,“ sagði Guðni. Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH þurfti að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla og er það skarð fyrir skildi fyrir Hafnfirðinga. „Hún lenti illa í fyrri hálfleik eftir eitthvað skutl hjá henni. Fékk tak í mjöðmina og var bara óleikfær,“ sagði Guðni að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira