„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki búa yfir mikilli reynslu af Evrópuleikjum. vísir/arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. „Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
„Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira