Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 19:30 Guðmundur Kristjánsson og félagar hans í Stjörnunni hafa fengið nóg af upplýsingum frá þjálfarateymi liðsins. vísir/arnar Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira