Tölum endilega íslensku, takk Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. júlí 2024 12:01 Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ísafjarðarbær Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga. Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn. Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu. Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við. En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki. Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi. Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig. Höfundur er verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun