Komu þeirra í deildina var beðið af mikilli eftirvæntingu og þær hafa ekki brugðist aðdáendum. Strax orðnar stjörnur og berjast sín á milli um verðlaunin fyrir nýliða ársins.
Vinsældir þeirra hafa ekki leynst neinum sem fylgist með bandarískum körfubolta og þær slá hvert metið á fætur öðru á sínu fyrsta tímabili.
Síðan tímabilið hófst er sala á varningi fimmföld miðað við sama tíma á síðasta ári og hefur aldrei nokkurn tímann verið meiri. Sala á varningi tengt ákveðnum leikmanni hefur tífaldast milli ára og þar eru Caitlin Clark og Angel Reese í fyrsta og öðru sæti.
Einnig ef litið er til söluhæsta liðanna eru Indiana Fever, lið Caitlin Clark, og Chicago Sky, lið Angel Reese, lang söluhæst.
— Bleacher Report (@BleacherReport) July 24, 2024